Helgafell - 01.07.1943, Síða 24

Helgafell - 01.07.1943, Síða 24
290 HELGAFELL III. ,,Tók nú aS fyrnast yfir mínar fyrri raunir," segir Jón, „hrakninga og eymd, sem ég varð að þola saklaus eftir beztu samvizku. Og þó hefi ég ekki eftir þennan tíma haft meiri ástæðu til að gleðjast en svo, að ég hef í sveita míns andlitis með erfiði orðið að sjá farborða háaldraðri móður, heilsu- lausum syni, sem auk þess var bilaSur á geði, holdsveikri dóttur, holds- veikri systur og ennfremur holdsveikum kvenmanni, skyldmenni mínu, eins og góðir menn geta vottað og staðfest." Jón flutti búferlum frá Fellsöxl að Efra-Reyni í Akranesshreppi. Þegar manntalið var tekið í hreppnum 26. júní 1703 bjó hann þar með konu sinni og tveimur börnum, SigríSi og Bjarna, og voru þau bæði uppkomin, SigríSur 33 ára gömul, en Bjarni tvítugur. Vinnumenn voru tveir. Efri-Reynir var Kristfjárjörð, eða eins og Páll Vídalín lögmaður segir í jarðabók þeirri, er hann gerði fyrir Akranesshrepp 23. júní 1706: „Eigandinn telst enginn viss, nema Kristur og þeir hans volaðir, sem fundatzían tilgreinir". Umsjón með jörðinni hafði um þessar mundir Hannes Björnsson prófastur í Saurbæ, bróðir SigurSar lögmanns. Jón virðist hafa verið mesti atorkumaður til allra verka, og haft sæmi- legt bú, eftir því, sem gerðist. Voru kýrnar fjórar, eitt naut, kálfur, 17 ær með lömbum, 14 sauðir, 8 sauðir veturgamlir, 2 hestar, 1 hross og ein hryssa. Á Skálatanga hafði Jón byggt upp forna sjóbúð, er Hretbyggja var nefnd. HafSi hann til þess leyfi séra Hannesar. Þar lét hann ganga áttæring um vor, er hann fekk því við komið, en sjómenn hafði hann heima eða annars staðar. Auk þess lét hann ganga þar tveggja manna för sín eða ann- arra, um vertíð og vor, en eitt um sumar og haust. Var þessi útvegur Jóns þarna í óþakklæti og betalingsleysi við ábúanda á Skálatanga, nema hvað Jón hafði á stundum greitt lítilræði fyrir, er „ábúandinn eða hans kvinna" styrktu hann ,,til fiskiræktar eSa fjöruburðar. Þóttist ábúandinn hafa af þessum útveg mesta átroðning, enda þótt sjómenn lægi ekki við sjóbúðina". Jón var þó enginn ójafnaSarmaður, en vanstilltur við vín, svo að af var látið. \Sveitungar hans gáfu honum þann vitnisburð á leiðmóti, sem haldið var að skipun Páls Beyer landfógeta 25. júní 1710, að hann væri ófriðsamur við vín og illyrtur við fólk, en greiSagóður og sáttfús, þegar af honum væri runnið^ Þó er að sjá, að illt orð hafi farið af Jóni. Er honum mjög illa borin sagan í samtíma annálum, einkum Mælifellsannál, en eftir honum hefur Jón Espólín farið í frásögn sinni í Árbókunum. Ekki var ein báran stök fyrir Jóni. Árið 1693 komst hann enn í stór- mæli, aS vísu af öSrum toga. í ölæði hafði hann haft við illyrSi, sem skilin voru á þann hátt, þó þau væru óljós, að hann hefði ráðizt á persónu kon-
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86

x

Helgafell

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgafell
https://timarit.is/publication/1076

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.