Helgafell - 01.07.1943, Qupperneq 28

Helgafell - 01.07.1943, Qupperneq 28
294 HELGAFELL þurfti nú aS hafa hraðann á, og var dómurinn kveðinn upp þennan sama dag, eins og áSur segir. SigurSur Jónsson sýslumaður bað þegar 24. júlí Jón Eyjólfsson vara- lögmann, sem tekið hafði til sín gerðabók yfirréttarins og skjöl málsins, um dómsgerðir í málinu og lýsti yfir að hálfu Jóns HreggviSssonar aS hann mundi áfrýja dómi yfirréttarins til hæstaréttar. Sama dag æskti Páll Beyer landfógeti þess af Oddi SigurSssyni, að hann sæi um, aS Jón yrði tafar- laust fluttur á Brimarhólm með Ólafsvíkurskipi, sem lægi ferðbúið. Jón var síðan handsamaður 29. júlí og fluttur vestur til Ólafsvíkur, en kaup- maður neitaði að taka hann til flutnings, sökum þess aS dómsgerSir í máli hans fylgdu ekki. Var hann síðan geymdur í haldi svo mánuSum skipti, en hik kom á, að hann yrSi sendur á Brimarhólm. Hinn 20. október 1710 skrifaði Jón frá GörSum á Akranesi, þar sem hann var sennilega í haldi, til Jóns Eyjólfs- sonar varalögmanns að Nesi á Seltjarnarnesi, og lýsti yfir að hann áfrýjaði máli sínu til hæstaréttar, og væri SigurSur Jónsson viðskilinn þessa appella- tion, en Árni Magnússon mundi aðstoða hann. SíSan bætti hann við, að það væri þeim lagabrot, sem hér eftir héldu honum í fangelsi, þar til kóngur gæfi úrskurð á því máli. Árni Magnússon hafði lagt sig í líma til þess að afstýra því, að Jón yrði sendur á Brimarhólm. HvaS eftir annað skrifaði hann SigurSi Jónssyni sýslumanni og varaði hann við að stuðla að því, að Jón yrði sendur. í bréfi dagsettu 10. október kemst hann svo að orði: ,,og hyggið að, hvað yður muni síSan til forsvars verða, er þér fyrst hafið mannsins vegna appel- lerað og síðan framseljið hann til aS setjast í eilíft fangelsi . . .“ Og síðan tekur hann fram, að það mundi ekki bæta málstað andstæðinga Jóns, ef hann væri settur á Brimarhólm, og gæti ekki varið mál sitt í hæstarétti. ÁSur hafði Á rni skrifað þeim Jóni Eyjólfssyni og Páli Beyer frá Hrafns- eyri við ArnarfjörS (dags. 3. sept.), og komizt svo að orði: ,,Vil svo ykkur hér með aðvaraða hafa, að þið hann (þ. e. Jón HreggviSsson) ekki með offljótri ykkar dóms execution óforréttið á móti lögum og fyrrtéðri hans appellation, hvort heldur það kynni að vera á hans persónu eða fémunum, því maðurinn ætlar (sem þið vitið) ykkar yfir sér gengnum dómi til kóngs- ins hæstaréttar að halda.“ Tókst Árna að afstýra því, að Jón væri sendur erlendis. Hinn 25. október var hann kominn til fundar við Árna, sem þá var staddur að Hvammi í Hvammssveit. Degi síðar skrifar hann SigurSi Jónssyni sýslumanni. og er þá drjúgur yfir, hvernig málum er komið: ,,Mér þykir nú líkast, að ekki muni hann vetrarlangt á Brimarhólm gista. Annars heyrðist mér hann ugg- andi, að hann mundi verða í vinnumannaskálanum á BessastöSum“. Síðan bætir Árni við, að hann hafi sagt Jóni, að SigurSur mundi ekki taka hann
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86

x

Helgafell

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgafell
https://timarit.is/publication/1076

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.