Helgafell - 01.07.1943, Síða 29

Helgafell - 01.07.1943, Síða 29
JÓN HREGGVIÐSSON 295 fastan til að afhendast, en hitt þætti sér líklegra, að hann tæki Jón í gæzlu á heimili sitt. Var Jón síðan að heimili sínu þangað til hann fór erlendis sennilega árið 1712, því mál hans átti að dæmast í hæstarétti 1713, en af því varð raunar ekki. En meðan Jón var erlendis var hann á vegum Árna Magnússonar, og gaf Árni honum mat. Dráttur sá, er varð á því, að lokið væri máli Jóns Hreggviðssonar, stafaði af því, að Jón Eyjólfsson varalögmaður dró ár frá ári að láta af hendi dóms- gerðir í málinu. Árni skrifaði honum og Páli Beyer landfógeta hvert bréfið eftir annað um þetta, og hafði í hótunum við þá, að hann mundi kæra þá á hærri stöðum, ef hann fengi ekki dómsgerðir í málinu. En ekkert stoðaði. Loks sneri hann sér til konungs. Með konungsbréfi 10. júní 1713 var lagt lyrir Gyldenlöve stiftamtmann að útvega dómsgerðir í máli Jóns Hreggviðs- sonar, og voru tilnefndar þær réttargerðir, sem senda átti. Meðal þeirra var dómur Sigurðar Björnssonar lögmanns og 12 manna í máli Jóns, upp- kveðinn 9. maí 1684 að Kjalardal. Síðan fekk Jón gjafsóknarleyfi fyrir hæstarétti og var það dagsett 2. marz 1714. í hæstarétti var loks kveðinn upp dómur í máli Jóns 25. júlí 1715, og voru þá 31 ár frá því, að hann hafði verið dæmdur til dauða. Var Jón nú algerlega sýknaður af því að hafa drepið Sigurð Snorrason böðul. Ári síðar fór Jón heim til sín, og kemur hann ekki síðan við sögu. Árni Magnússon varð hinn glaðasti yfir þeim lyktum, sem urðu á máli Jóns, enda hafði hann mikið á sig lagt til þess að bjarga Jóni. Gekk honum ekki fjárvon til eða frami. En hann var sérstaklega réttsýnn maður, og ef- laust hefur meðaumkun átt ríkan þátt í því, að hann tók að sér mál Jóns. Árni kemst svo að orði í bréfi til Odds Sigurðssonar lögmanns 24. júlí 1708: ,,Hvar fyrir nauðsynlegt og kristilegt væri að hjálpa honum vanvitrum einstæðing hér til, svo hann (ef saklaus er) ekki komist í ólukku“ . . . Þegar Jón Hreggviðsson sigldi heim til íslands sumarið 1716, varð Árna Magnússyni þessi staka á munni: Líta munu upp í ár íslands búar kærir, að Hreggviðs niður hærugrár höfuð til landsins færir. Páll Vídalín lögmaður, sem þá var staddur í Kaupmannahöfn hjá Árna, kom að og kvað: Hann fer seinna hrætetrið hann Kolur, höfuðið fylgist enn nú jafnt sem bolur. Um illt var hann lengi yfirburða þolur, til íslands færa karlinn hægar golur. Hafa þeir báðir verið mjög ánægðir með niðurstöðu hæstaréttardómsins, og er ekki laust við að í þeim hlakki. Voru þetta eins konar sárabætur fyrir
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86

x

Helgafell

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgafell
https://timarit.is/publication/1076

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.