Helgafell - 01.07.1943, Side 36

Helgafell - 01.07.1943, Side 36
302 HELGAFELL af lýsi í þeim tilgangi, ásetti sér að verða svo sterkur, aS hann gæti sem léttilegast leyst af hendi hvert þaS verk, sem skyldur lífsins legSu honum á herSar. Hver hugsun frá barnæsku er bundin því aS rækja skyldur meS samvizkusemi og dugnaSi, og svo verS- ur þaS honum sjálfsögS skylda aS leysa öll verk af hendi meS samvizkusemi og dugnaSi, líka þau, sem starfsöm hönd grípur til þess aS gera eitthvaS í atvinnuleysi vetrarins. Og skyldu- ræknin og þrekiS og starfsgleSin og dugnaSurinn er svo mikill, aS sögurn- ar, sem rissaSar eru niSur til aS gera þó eitthvaS, án verulegrar köllunar, án sérstakra rithöfundarhæfileika, verSa gjaldgengar í bókmenntum íslendinga, brjóta ómenntuSum alþýSumanni brautina til aS helga sig aS allmiklu leyti ritstörfum á efri árum, og í kjöl- far þeirra siglir ein nákvæmasta mann- lífslýsingin og sannasta þjóSlífslýsingin beggja megin síSustu aldamóta. ÞaS er ekki aS efa, aS sjálfsævisaga Krapotkins fursta muni lifa sígildu lífi um aldir fram sem ein merkilegasta og snjallasta heimild um menningarbar- áttu þeirrar aSals- og borgarakynslóS- ar, sem heitasta og fórnfúsasta bar- áttu hefur háS fyrir því aS hefja kúg- uSustu alþýSu Evrópu á 19. öld til frelsis og menningar. En ég get líka hugsaS mér þann möguleika, aS sjálfs- ævisaga Theódórs FriSrikssonar gæti einnig orSiS alþjóSleg eign sem heim- ild um íslenzka alþýSu og skýring á örlögum þeirrar þjóSar, sem vera má aS dæmist aS hafi komizt allra þjóSa lengst í því aS lifa bókmenntalífi óra- leiSir ofar því, er ætla mætti út frá ytri menningarskilyrSum. Ævisaga Theódórs gæti orSiS alþjóSleg heimild um þá sérstöku áráttu þesssarar þjóS- ar aS fara aS skrifa bækur heldur en aS gera ekki neitt. Gunnar Beneditylsson.

x

Helgafell

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgafell
https://timarit.is/publication/1076

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.