Helgafell - 01.07.1943, Page 48

Helgafell - 01.07.1943, Page 48
308 HELGAFELL Eitt af höfuðviðfangsefnum ljós- myndarans og þrálátt áhyggjuefni er það, hvernig hann eigi að ,,lýsa“ myndina, í hvers konar birtu ,,mótív- ið“ verði áhrifamest og fari bezt á henni. Til ákvörðunar ljósmagni er auðveldast að nota ljósmæla, en fara annars eftir lýsingarreglum, sem oft fylgja myndavélum í kaupbæti, eða þá að fika sig smám saman áfram af eigin reynslu. Yfirleitt tel ég sjálfs- reynsluna farsælustu og beztu kennsl- una í ljósmyndagerð, þótt hún sé stundum nokkuð dýrkeypt, einkum í fyrstu. En hvað lýsingu myndar snertir, þá er ekki nóg að vita um rétt ljósmagn, hvaða ljósop og hvaða hraði er hæfi- legur til að myndin verði hvorki of- né vanlýst. Hitt skiptir ekki minna máli að gera sér grein fyrir því, hvers konar ljós hentar ,,mótívinu“ bezt, gagnljós, hliðarljós eða ,,flatt“ ljós. Næstum ávallt er þó rétt að snúa við reglunni, sem flestum byrjendum í ljós- myndatöku er gefin, en hún er sú, að snúa baki við sólu og taka myndina beint undan birtunni. Slíkar myndir verða að jafnaði líflitlar. Þess verður að gæta, að það er fyrst og fremst ein- kenni Ijósmyndarinnar, að hún er sam- ansett af Ijósi og skuggum. Vanti hana annaðhvort, er hæpið, að hún verði góð. Mynd, sem tekin er beint undan birtu, fer á mis við skugga. Sama máli gegnir um myndir, sem teknar eru í sólarlausu veðri. Hins verður líka að gæta, að skuggaverkanir fari ekki út í öfgar. Svartir ógagnsæir skuggar fara t. d. sjaldnast vel á mynd. Sú birta, sem flestum má ráðleggja, er hliðarbirta, mismunandi sterk, eftir viðfangsefninu (mótívinu) og gangi sólarinnar. Hár sólargangur leyfir oft- ast sterkari hliðarbirtu, þannig, að skuggarnir verði mjúkir og gagnsæir. Oft getur gagnljós farið vel og er stund- um blátt áfram nauðsynlegt. Glit á snjó, ís eða vatni næst t. d. ekki nema í gagnbirtu. Oft fæst sérkennileg og sterk verkun í gagnbirtu, án þess að mönnum skuli þó ráðlagt að nota hana í tíma og ótíma. Gæta verður þess, þegar ljósmynd er tekin á móti sól, að sólin skíni ekki á ,,linsuna“, því að speglanir (reflexar) eru ekki til prýði á filmunni. Tiltölulega auðvelt ráð við þessu er að nota annaðhvort sólhlíf, sem sett er framan á ljósopið, eða skyggja fyrir það með hendinni. Sé sól lágt á lofti, er þetta ekki einhlítt, og er þá ekki nema um tvennt að ræða, að eiga sólspeglanir á hættu eða hætta við myndatökuna. Sé skyggt fyrir sól með hendi, verður að varast, að fing- urnir lendi á myndinni. Þeir eru til lít- illar prýði, hversu falleg sem höndin kann annars að vera. Gagnbirtumyndirnar þarf yfirleitt að lýsa meira en aðrar myndir, vegna þess að þá eru aðeins skuggahliðarn- ar, myndaðar. — Undantekningar frá þessu eru þó bæði snjó- og vatnsmynd- ir, vegna þess að bæði snjór og vatn endurvarpa birtunni, og þó einkum snjórinn. Þarf að lýsa hann miklu minna en dökka fleti og eftir því minna sem hærra dregur yfir sjávar- mál. í erlendum ljósmyndakennslubókum er kvöld- og morgunbirtan talin heppi- legust til ljósmyndatöku. Reynsla mín af ljósmyndatökum hér á íslandi hefur kennt mér hið gagnstæða. Hér virðist mér hádegisbirtan þægilegust, eða m. ö. o. á tímabilinu frá kl. 9 árd. til kl. 4—5 síðdegis. Fyrir og eftir þann tima verða skuggar hættulega þungir. — í þessu sambandi má taka fram, að skammdegisbirtan hér á íslandi er

x

Helgafell

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Helgafell
https://timarit.is/publication/1076

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.