Helgafell - 01.07.1943, Qupperneq 50

Helgafell - 01.07.1943, Qupperneq 50
310 HELGAFELL Auk þess er myndin gallalaus í bygg- ingu og fletir hennar notaðir svo sem bezt verður á kosið. ,,Brim“ sýnir ekki sérstaklega mikil- fenglegt brim, en bún sýnir fallega ljósverkun. Væri slík mynd tekin und- an birtu í stað sterkrar hliðarbirtu, eða því sem næst gagnbirtu, yrði ljósverk- un hennar algerlega líflaus og myndin því einskisvirði. Veitið því enn fremur athygli, að ef öldufaldurinn næði ekki að brjóta svörtu hafsröndina á bak við, skiptist myndin í tvennt, og þá væri ekki lengur um mynd að ræða, heldur myndskrípi. Svo mjó geta mörk- in á milli slæmrar og góðrar ljósmynd- ar verið ! ,,Við gufuhverinn'* er dæmi þess, hvernig gera má góða mynd úr tiltölu- lega fábreyttu efni, ef reynt er að hag- nýta þau skilyrði, sem fyrir eru. Takið eftir, hvernig mennirnir mynda mót- vægi við hvítan gufumökkinn, hvern- ig þeir gefa bakgrunninum líf oghvern- ig stellingarnar ásamt líkamsbirtu þeirra gæða myndina næstum dular- fullum, en sterkum og listrænum á- hrifum. Ljósmyndavélin er að vísu ekki ann- að en vél, og háð takmörkunum hins vélræna, en þrátt fyrir allt má telja ljósmyndatökur ogljósmyndagerð, þeg- ar bezt tekst, til sjálfstæðrar listgrein- ar. Það er mörgum sinnum meira und- ir ljósmyndaranum komið, hvernig mynd heppnast en ljósmyndavélinni, því að á bak við ljósmyndatökuna ligg- ur raunverulega lífrænt starf, sem naumast verður unnið vel án listhneigð- ar. — Ljósmyndarinn verður að hafa ýmsa hina sömu hæfileika og listamað- urinn. Hann verður að hafa sömu sjón og sama næmi, og hann verður að gefa myndunum þau blæbrigði og þann sérkennileik, að þær skeri sig úr og dragi athyglina að sér. Ljósmyndar- inn verður að leggja sál sína í mynd- ina og byggingu hennar og taka á allri þeirri hugkvæmni, sem hann á til, svo að myndin geti orðið sem bezt. Hann verður að kunna góð skil á því, hvað er myndarefni (mótív) og hvað ekki, hann verður að draga fram hið ein- faldasta, stórbrotnasta og heppilegasta til að gefa myndinni líf og tilgang og fylla fleti hennar. Kunni myndasmið- urinn ekki tök á öllu þessu, er naumast mikils árangurs að vænta, hversu mik- il sem kunnátta hans er að öðru leyti, og hversu góða Ijósmyndavél sem hann hefur. Myndataka er skáldskapur ljós- myndasmiðsins í ljósbrigðum og lín- um. Þegar bezt tekst, getur bæði heill- andi fegurð og stórbrotinn sannleikur verið í þeim skáldskap fólginn, og þá köllum við myndina ,,góða“. Þorsteinn Jósepsson.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86

x

Helgafell

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgafell
https://timarit.is/publication/1076

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.