Helgafell - 01.07.1943, Síða 52

Helgafell - 01.07.1943, Síða 52
í öndvegi prúðbúinn sjálfur þú sazt og svalaðir metnaðardraumnum, en alls ekki ráðið við öfgarnar gazt, þótt öndverður berðist gegn straumnum. Á lýðnum var andúð þín orðin svo megn, að öreigum tóninn þú sendir, þótt breytni þín vitnaði blákalt í gegn þeim boðorðum, sem að þú kenndir. En fólkið til bæjanna flytur sig enn, er fátæklings úrræðin þrjóta, og þar fara íslenzkir áhrifamenn á undan og leiðina brjóta. Nú hefur þú álnazt og hugsar ei neitt um hyldýpi botnlausrar eymdar. Þitt viðhorf til fátækra bænda er breytt og bernskunnar hugsjónir gleymdar. Já, voldugur maður, sem vinnur sín heit, en víkur sér undan með lagi og brosandi ekur um blómlega sveit í bifreið af dýrasta tagi, og hugsandi um fjármuni, heiður og völd, er hraðvökur bifreiðin þýtur, með dvergsmáum augum, sem oft eru köld, á íslenzku bændurna lítur.---- Stefán Hörður Gnmsson: Garaall fiskimaður Sérðu, hvar hann Gvendur gengur, grár og boginn, eins og kengur? Forðum þótti hann fríður drengur, fátt ber slíku vitni meir. Frá gleði sinni og guði snúinn, — glötuð barnatrúin — löngu orðinn fótafúinn, fatlaður og lúinn. Fyrrum hann til fiskjar reri, fengsæll þótti í hverju veri, aldrei þó að efnum greri. Auði safna fáir þeir, sem til fanga á æginn ýta, — eigin kröftum slíta. Aðrir meira brenna og bíta, betri kjörum hlíta. Mislit gæfa er grönnum sniðin; Gvendur fann, að dekkri hliðin að lionum sneri, en út á miðin ótrautt reri og þorska dró. Krappa leiki löngum háði, landi um síðir náði, aftur veiðivolkið þráði, veðurmerkja gáði. Þeir, sem stýra báti á bárum, bugast fyrr af lúa en árum. Hinzta sinn, með hug í sárum, hljóta þeir að koma af sjó. Fór svo líka fyrir Gvendi: fleytu á þurrt hann renndi, kveðju i hljóði sjónum sendi, — seltu í augum kenndi. Verður nú að liggja í landi, lötrar einn í fjörusandi. Gamalkunnur giktarfjandi gefur honum enga ró. Ennþá man hann áratakið, útróðurinn, færaskakið, heyrir stundum hlunnabrakið, hörkulegt og nakið. Menn, sem lengi marinn sigla, móti sorta brúnir ygla; aldrei voðfelld værðarmygla veikir þeirra hjartarót. Engiun þó, er krafan kemur, kaup við elli semur: Sá, er afl sitt aldrei hemur, endist hinum skemur. Eins fór hér. Á úfinn sjóinn enn er sérhver bátur róinn. Alein gamla aflaklóin er á rölti um fjörugrjót. Enn er harka í brettum brúnum, blik í svipsins þreyturúnum, og þótt framar limum lúnum Ijáist engin meinabót, kjarkur ei með kröftum þrotnar, kiknar eða brotnar: Þó að heykist herðar lotnar, lietjuskapið drottnar.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86

x

Helgafell

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgafell
https://timarit.is/publication/1076

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.