Helgafell - 01.07.1943, Síða 79

Helgafell - 01.07.1943, Síða 79
BÓKMENNTIR 335 maður hennar komst brátt til mikilla mann- virðinga, jókst starfsvið hennar í sífellu, en hún virðist hafa tekið stöðugum framförum og vaxið við aukin umsvif. Frú Roosevelt hefur jafnan verið talin afburða góðgerðasöm og vinveitt öllum, sem bágt eiga. Lítið minnist hún á stjórnmálastarf sitt í sjálfs- œvisögu sinni, enda var hún nýbyrjuð að taka þátt í stjórnmálum, er sögunni sleppir. Skúli Þórðarson. íslenzk-saensk orðabók Gunnar Leijström og Jón Magnússon: ÍSLÁNDSK-SVENSK ORDBOK (h- lenzk-sœnsk orSabók), Stokkhólmi 1943. Verð 15, í bandi 18 kr. sænskar. Það var mikið og óvænt fagnaðarefni að fá þessa nýju orðabók inn úr dyrunum. Hún er snotur og þokkalega prentuð, létt og fer liðlega í hendi. Orðabókarskortur hefur lengi verið eitt af fjöldamörgum vandamálum menningar vorr- ar. íslenzk-enska orðabókin eftir Geir T Zoega (2. útg. 1922) var góðra gjalda verð frumsmíð, en helzt til lítil, og er nú auk þess tekin að úr- eldast. Islenzk-danska orðabókin eftir Sigfús Blöndal er tvímælalaust í tölu helztu verka, sem íslenzkir menn hafa unnið á þessari öld, og með henni er brotinn ísinn svo að vér munum lengi að því búa, en ekki er hún þeirra meðfæri sem kraftalitlir eru eða vinna við smá skrifborð. Nýja orðabókin er að stærðinni til sambærileg við bók Geirs Zoega, en vitaskuld miklu fjöl- skrúðugri um hið nýjasta mál. Það er sjálfsagð- ur hlutur að fullkomins framtals íslenzks orða- forða má ekki vænta á þeim 412 bls. sem höf- undar hafa á að skipa, jafnvel þótt drýgilega sé með rúmið farið, enda er vandalaust að tfna til orð sem vantar. Þannig má finna gloppur í orðaforða síðustu áratuga, t. d.: ge&veikrahœli, hárgrei&slukona, hitalögn, loftskeytama&ur, raf- magnslögn, rafvirki (karlkynsorð), verzlunar- mœr. Allt eru þetta algeng orð lifandi máls (sum þeirra eru tekin úr niðurjöfnunarskrá Reykjavík- ur, sem aldrei mun hafa verið sökuð um djörf- ung f orðavali). Hinu þykir engin ástæða að amast við, þó að sérvizkusmíðum eins og bjúg- aldin og glóaldin hafi verið hafnað, enda þótt sumir séu að burðast við að nota þær. Langvíð- ast virðist bókin áreiðanleg og traust, og það er þjóð vorri enginn smáræðis fengur að nú skuli vera unnt að vísa á svo handhægt hjálpargagn um nutíma íslenzku með þýðingum á víðlesnustu og veigamestu tungu Norðurlanda. Sambúð vor víð önnur Norðurlönd er sérstökum vandkvæðum bundin, og oss ríður á miklu að þar sé jafnan nokkur og helzt sívaxandi hópur manna sem skilji það sem vér höfum að segja, án þess að það hafi verið aflagað með íblöndun annarlegra radda. En of lítið hefur hingað til verið gert til að greiða fyrir slíkum mönnum. J. H. (Úr Fróni 2. h., apríl 1942). Saga Hitlers og nazismans Konrad Heiden: ÆVI ADOLFS HITL- ERS. Sverrir Krisijánsson tslenzka&i. Víkingsútgáfan 1943. 700 bls. Verð: kr. 40,00 og 60,00. Þessi bók hefur miklu meira inni að halda, en nafnið bendir til. Hún er ekki aðeins ævi- saga Hitlers til ársins 1934, heldur einnig saga Þýzkalands frá Versalafriðnum, þangað til Hitler er orðinn fastur í sessi. Höf. reynir að sýna, hvernig hin ógurlegu fjárhagslegu vandræði þjóðarinnar á árunum eftir heimsstyrjöldina sviptu hana allri von um viðreisn með því stjórn- arfyrirkomulagi, er hún átti við að búa. Hún treysti ekki foringjum sínum, og þótt Hinden- burg nyti almenningsvirðingar, var aldur hans og lífsskoðanir því til hindrunar, að þaðan væri hjálpar að vænta. Sundrungin innanlands fór stöðugt vaxandi, en með því fengu nazistar skilyrði til þess að draga að sér athygli fólksins. Þá leitast höfundur við að sýna, hvernig upp- eldi Hitlers og erfiðleikar þeir, er hann hafði átt við að stríða, gerðu honum, öðrum fremur, skijjanlegt, hvernig ætti að ná tökum á alþýð- unni, og þó hann væri ef til vill ekki mesti maður flokksins, þá kunni hann bezt áróðurs- starfsemina og um hann safnaðist hópur ungra manna, sem vildi endurreisa Þýzkaland sem stórveldi og gera Versalasamningana að engu. I þessari stóru bók — hún er nærfellt 700 blaðsíður — er svo rakin barátta nazismans frá öndverðu. Er þar margt ótrúlegt, en þó stutt sé umliðið síðan þeir viðburðir skeðu, þá eru þeir nú margir gleymdir. Rás viðburðanna er ör nú á dögum. Bókin er skrifuð af sterkri andúð á Hitler og félögum hans. Er í sjálfu sér ekkert við því að segja. En það er harðla ótrúlegt, ef þessar lýsingar væru sannar, að þeir hefðu getað náð svona miklu valdi yfir hinni gáfuðu og menntuðu þýzku þjóð. Þetta tekst höfundi ekki að skýra, þrátt fyrir ýtarlegar tilraunir. Yfir- leitt má segja, að bókin sé of áróðurskennd til
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86

x

Helgafell

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgafell
https://timarit.is/publication/1076

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.