Helgafell - 01.12.1943, Blaðsíða 21

Helgafell - 01.12.1943, Blaðsíða 21
HALLDÓR KILJAN LAXNESS: Myndlist okkar fom og ný Því er alment haldiÖ fram að málaralistin sé hjá okkur ýngst lista og nálg- ist því alt stórmerki, sem við vinnum í svo úngri grein. Talið um bernsku ís- lenskrar málaralistar er þó aðeins eitt þeirra öfugmæla sem einhver veður- vitinn hefur komið upp með nú síðustu árin, og síðan étur hver eftir öðrum. Málaralistin er e. t. v. elst íslenskra lista. Hún er a. m. k. jafngömul landnámi hér og þarmeð tvö hundruð árum eldri en ritlistin. Þeir tímar sem kendir eru við miðaldamyrkur í Vesturevrópu, níunda og tíunda öld, voru upp- gángstímar í menníngu á Norðurlöndum. Fornar heimildir bera með sér að auk málaðs tréskurðar og útsaums voru málverk í einum fleti algeing, gerð á tré. 1 íslenskum fornbókmentum eru greind óyggjandi dæmi um málaða skildi, sömuleiðis sagnir um myndskraut í húsum manna frá 9. og 10. öld. Bragi Boddason yrkir á voru máli kvæði á níundu öld, betur en flest skáld yrkja nú á þessu máli, um myndir á skildi, og er kvæðið enn varðveitt, það heitir Ragnarsdrápa. Þó ekki væri nema vegna þess kvæðis er ástæðu- laust að reingja þrettándu aldar frásagnir um málaða skildi sem hafi verið hér til á tíundu öld, einsog t. d. skjöldur sá ..skrifaður fornsögum“, sem Einar skálaglamm gaf Agli Skallagrímssyni og hann orti um, þó tregur. I drápu Braga er getið nokkurra lita í skjaldarmálverki því er honum varð yrkisefni, þar er t. d. talað um „dreyrfáar dróttir“, sem virðist benda til hárauðs litar, sömuleiðis um ,,hrafnblátt“. Minníng um stærst verk í málaralist þekt á Islandi fyrir árið þúsund er varðveitt í ljóðmæli Ulfs skálds Uggasonar, sem dr. Helgi Péturss telur um margt hafa verið einna líkastan Guðmundi skólaskáldi, — Húsdrápu. Kvæð- ið er um málverkin í hinu mikla ,,eldhúsi“ sem Ólafur pá Höskuldsson lét gera í Hjarðarholti, en slíkt ,,eldhús“ hefur verið veislusalur og viðhafnar. Um eldhús þetta og málverkin segir í Laxdælu svo: ,,Voru þar markaðar ágætlegar sögur á þilviðinum og svo á ræfrinu; var það svo vel smíðað að þá þótti miklu skrautlegra er eigi voru tjöldin uppi. . . Þar var að boði Úlfur Uggason og hafði ort kvæði um Ólaf Höskuldsson og um sögur þær er skrifaðar voru á eldhúsinu. . . Þetta kvæði er kallað Húsdrápa.** Húsdrápa er enn varðveitt, þó sennilega ekki heil. Þess skal getið að í fornu máli merkti ,,skrifa“ sama og mála; ,,marka“ þýddi einnig sama og
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78

x

Helgafell

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgafell
https://timarit.is/publication/1076

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.