Helgafell - 01.12.1943, Blaðsíða 24

Helgafell - 01.12.1943, Blaðsíða 24
350 HELGAFELL annars sýnishorn hinnar þýskkynjuðu andlitsmyndagerðar séra Hjalta Þor- steinssonar. Halldór Hermannsson sem í hinni merku ritgerð sinni íramanvið 111. MSS. ber fram nýtt rannsóknarefni í íslenskri menníngarsögu, segir svo um íslensk- ar miðaldamyndir, að í þeim sé ekki hirt um fjarvíddina og hlutföllum sé í meira lagi ábótavant, orðrétt: „there is no question of perspective being ob- served and the proportions are often faulty to a high degree'*. Hér kemur meir fram listsögulegur skilníngur náttúrustefnunnar en sjónarmið listarinnar. Það er eins og H. H. gleymist í svip að list miðaldanna hafði ekki það mark- mið, fremur en list nútímans, að líkja eftir náttúrunni; og einmitt sakir þess að hún hafði takmark sitt í sjálfri sér er hún sterk og sönn; og lifandi framar öllu. Fjarvíddin er að vísu eingin ný uppgötvun — og ekki gömul heldur, hún er sjónfræðilegt fyrirbrigði. Menn hafa alltaf þekkt fjarvídd, þótt kenníngar um hana og fjarvíddarútreikníngar sé tiltölulega úng fræði. En fjarvídd hefur hvergi þekst sem skilyrði stórrar listar, af þeirri einföldu ástæðu að list og náttúra eiga ekki skylt. Optíkin, sjónfræðin, og samband listamannsins við hlutina er tvent ólíkt. Sama máli gegnir um hin ,,náttúr“legu hlutföll. Í mynd eru það ekki hlutföllin utanúr náttúrunni, sem ráða neinu, heldur innri lögmál myndarinnar sjálfrar. List miðaldanna einsog öll hærri list afneitaði náttúrunni sem lögmáli, eða réttara sagt náttúran kom þar ekki til greina sem drotnari. Ekki aðeins ,,hinir frumstæðu“ á Italíu, svo rángnefndir (les primitifs), öldukambur miðaldalistarinnar, voru herrar náttúrunnar og ekki þrælar, heldur einnig hinir frægu synir Endurfæðíngarinnar. Það er hjátrú ein að formlist Endurfæðíngarinnar sé náttúrleg. Hið ofvaxna og ofmælda er augljóst einkenni jafn ólíkra meistara og Michelangelos, Díirers og el Grecos. Eingu að síður hafa verið til á öllum menníngarskeiðum myndgerðarmenn sem leituðust við að stæla náttúruna; þeir sem höfðu ekki annað takmark hafa aldrei verið taldir til listamanna, en í því tilfelli sem þeir urðu miklir listamenn er mikilleiki þeirra ekki mældur við árángur þeirra í náttúrustæl- íngunni, heldur við hitt hvar þeir viku frá stælíngunni og tóku að mála hjarta sitt. Því verður t. d. ekki neitað, að það er ákveðin náttúrulíkíng í tjáníngu Rembrandts á fyrirmyndinni, en sú líkíng er ekki það sem gildir, heldur er hún fullkomið aukaatriði í myndum hans; við fyrstu sýn Rembrandts töfrast maður ekki af því hve nefin á mannamyndum hans kunna að vera akkúrat, heldur hinni gullnu hálfbirtu hans í senn dularfullri og ónáttúrlegri; sá sem kynnir sér Rembrandt betur finnur þó fljótt að innihald tilfinnínganna er höfuðatriði í myndum hans. Ágætur listfræðíngur hefur sagt svo um mál- verk Rembrandts, að „hræríngarnar sem leyndust dýpst í brjósti hans voru hið eina sem hann lét í ljós á léreftinu“ (Dr. Muther). Og annar: „einginn málari hefur nokkru sinni seilst dýpra en hann inní sálardjúp þeirra manna
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78

x

Helgafell

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgafell
https://timarit.is/publication/1076

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.