Helgafell - 01.12.1943, Blaðsíða 25

Helgafell - 01.12.1943, Blaðsíða 25
MYNDLIST OKKAR FORN OG NY 351 og kvenna sem hann málaði'* (Orpen). Öllum höfuðsnillíngum málaralistar- innar hefur ævinlega verið það ljóst, sem Picasso, sá meistari nútímans sem sameinar meira af allri heimslistinni samanlagðri en nokkur annar snillíngur sem uppi hefur verið, án þess að vera þó annað en Picasso, segir svo um- búðalaust í samtali sínu við de Zayas 1923: ,,Ef nokkur maður hefur nokkru sinni séð náttúrlegt listaverk, þætti mér fróðlegt að heyra um það. Með því náttúra og list eru sitt hvað geta þau ekki orðið eitt og hið sama. í listinni tjáum vér skynjun vora um það sem náttúran er ekki". Lög listarinnar eiga ekki skylt við lög náttúrunnar, heldur eru einsog öll siðmenning, undirokun náttúrunnar. Listamaðurinn hefur konúnglega afstöðu gagnvart veruleikanum, notar hann sem eign sína eftir vild, en veruleikinn verður að beygja sig undir þau lögmál sem listamaðurinn setur verki sínu. Málarinn málar ekki náttúruna, heldur samband sitt við heiminn. Hann líkir ekki eftir náttúrunni, heldur skapar heim; sinn heim. Listaverkið er ekki að- eins sú Ameríka sem listamaðurinn hefur fundið, heldur sá heimur sem hann hefur skapað. Listamaðurinn hefur að vísu ákveðna persónu sem fyrirmynd, en það sem hann málar er samband sitt við hana. Velasquez og Rubens mál- uðu báðir Filippus fjórða, árángurinn er ekki aðeins tvær ólíkar myndir, heldur tvær persónur sem ekkert eiga skylt. Þeir tóku herra heimsins einsog þeir ættu hann og beygðu hann undir lögmál listar sinnar hvor í sinni töflu. Því býr myndlistin yfir dýpri mannlegri skírskotun, sterkara lífi en náttúru- stælíngin, að listaverkið er sá lifandi heimur sem listamaðurinn hefur skap- að, þar sem veruleikinn er aðeins meðal, aldrei takmark. ,,List“ sem setur sér það takmark á vorum dögum að vera spegill, eða þegar bezt lætur stílfært afbrigði ljósmyndagerðar, segir ekkert um náttúruna, heldur tjáir afturhalds- stefnu og menníngarlegan fjandskap, annað ekki. Krafa hennar er sú, að lista- maðurinn sé undirgefinn dauðum hlutum, í stað þess að menníngarviðleitni heimsins og markmið andans er að gera náttúruna manninum undirgefna. Um tónlist og myndlist gegnir sama máli að því leyti, að allir tónar eru að vísu til í náttúrunni einsog allir litir, — a. m. k. hugsanlega; en um leið og tónlistin ætlar sér að stæla náttúruhljóð hefur hún brugðist hljóðfæri sínu og er ekki leingur tónlist, heldur í hæsta lagi loddaraskapur. Ósaungvinn maður þekkist á því að hann hlerar eftir náttúruhljóðum, fuglasaung vindgný lækjar- nið, úr hljómi og hrynjandi tóplistarinnar. Náttúrustælíngin er hinn fremsti, ef til vill hinn eini óvinur listarnnar. Natúralisminn, náttúrustælíngin, er óþekt fyrirbrigði í íslenskri myndlist eingu síður en íslenskum bókmentum í þúsund ár, uns nokkrir danskmentaðir rithöfundar fluttu hér inn svokallaðan „realisma" í bókmentum rétt fyrir síðustu aldamót, en danskmentaðir málarar samsvarandi stefnu í myndlist.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78

x

Helgafell

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgafell
https://timarit.is/publication/1076

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.