Helgafell - 01.12.1943, Blaðsíða 34

Helgafell - 01.12.1943, Blaðsíða 34
Ei hleypidóma né hik ég þekki, um helvíti og djöíul íæst ég ekki! En því er og öll mín gleði gengin, að glepur mig framar blekking engin, að lengur vænti ég lærdóms eigi, er leiði mennina á betri vegi. — Og ekki er af góssi og gulli að státa né glæsingum heimsins pótintáta! Ef lifi eg svo, má ég hundur heita! Nú hyggst ég með töfrum þess að leita, hvort mér fyrir andans orku og mimn auðnist hið leynda að kafa í grunn, svo þurfi eg ekki með súrum svita að svara um fleira en mér gefst að vita, — að skynji eg heimsins hulið ráð, hans hreyfikraft og tengiþráð, nái allt til flauma upphafslinda án orðaprangs og gervimynda! Mættir þú aldrei oítar sjá örvilmm mína og hugarþrá, bróðir Máni! sem býsna titt beið ég um nótt við púltið mitt, unz yfir blöð og bókfell mín bjarmaði döpur ásýnd þín! Vildi, að ég gengi um fjarlæg fjöll, sem fljóta í þinni silfurmjöll, — sveima með vættum helli úr helli, hvarfla í rökkrinu um bjarta velli, — af fræðahrygglu í huga mínum mig hreinan lauga í döggum þínum! Hvað varð mér? — Fangi í fjötrum þó! Ó, farðu bölvuð, suddaþró! hvar jafnvel sólin blessuð ber ei birtu um förðuð rúðugler, en ormum smogin, blaðableik, vex bókakösin vfir mig við múra, er þaktir ryki og reyk í rjáfrið oddhvelft teygja sig, og glös og krukkur glotta í kring með grettin tól á milli sín, og ættgeng búslóð, erfðaþing, — slíkt er og heitir: veröld mín!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78

x

Helgafell

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgafell
https://timarit.is/publication/1076

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.