Helgafell - 01.12.1943, Qupperneq 34
Ei hleypidóma né hik ég þekki,
um helvíti og djöíul íæst ég ekki!
En því er og öll mín gleði gengin,
að glepur mig framar blekking engin,
að lengur vænti ég lærdóms eigi,
er leiði mennina á betri vegi. —
Og ekki er af góssi og gulli að státa
né glæsingum heimsins pótintáta!
Ef lifi eg svo, má ég hundur heita!
Nú hyggst ég með töfrum þess að leita,
hvort mér fyrir andans orku og mimn
auðnist hið leynda að kafa í grunn,
svo þurfi eg ekki með súrum svita
að svara um fleira en mér gefst að vita,
— að skynji eg heimsins hulið ráð,
hans hreyfikraft og tengiþráð,
nái allt til flauma upphafslinda
án orðaprangs og gervimynda!
Mættir þú aldrei oítar sjá
örvilmm mína og hugarþrá,
bróðir Máni! sem býsna titt
beið ég um nótt við púltið mitt,
unz yfir blöð og bókfell mín
bjarmaði döpur ásýnd þín!
Vildi, að ég gengi um fjarlæg fjöll,
sem fljóta í þinni silfurmjöll,
— sveima með vættum helli úr helli,
hvarfla í rökkrinu um bjarta velli,
— af fræðahrygglu í huga mínum
mig hreinan lauga í döggum þínum!
Hvað varð mér? — Fangi í fjötrum þó!
Ó, farðu bölvuð, suddaþró!
hvar jafnvel sólin blessuð ber
ei birtu um förðuð rúðugler,
en ormum smogin, blaðableik,
vex bókakösin vfir mig
við múra, er þaktir ryki og reyk
í rjáfrið oddhvelft teygja sig,
og glös og krukkur glotta í kring
með grettin tól á milli sín,
og ættgeng búslóð, erfðaþing, —
slíkt er og heitir: veröld mín!