Helgafell - 01.12.1943, Blaðsíða 64

Helgafell - 01.12.1943, Blaðsíða 64
JÓN MAGNÚSSON: Uppreisn Dana Máltækið segir, að oft velti lítil þúfa þungu hlassi, en aldrei hefur þetta sannazt eins áþreifanlega og í sum- ar, er lítil og friðsöm þjóð steypti í einu vetfangi þeirri nýskipun Ev- rópu, er þýzka stórveldið hafði lengi unnið að og beitt til allri skipulagning- argáfu Þjóðverja og ofstæki nazism- ans. 1 þrjú ár hafði þýzkt herlið setið í Danmörku. Landið hafði verið her- numið án teljandi mótspyrnu, og þarna voru skilyrðin því svo ákjósanleg sem þau gátu verið, til þess að færa mönn- um heim sanninn um ágæti hinnar nýju skipunar og að til væru þjóðir, sem létu sér vel líka yfirráð Þjóð- verja eða gætu að minnsta kosti afbor- ið þau. Þar átti að sýna, hversu mild- ir þýzku nazistarnir væru, ef ekki væri risið gegn þeim. ,,Wir werden uns systematisch beliebt machen“, *) var kjörorð þeirra í Danmörku, ein- staklega þýzkt og gjörsneitt skilningi á skaphöfn Dana og annarra frjálsra manna. Enda lauk því fyrirtæki svo, að danska þjóðin gerði uppreisn, vopn- laus, og allt þýzka setuliðið í Dan- mörku hefði mátt taka undir með þýzka dátanum, sem kveinaði særður: ,,Die Dánen werden mein Tod“. Fyrst eftir hernámið vissi almenn- ingur í Danmörku ógjörla, hvernig þessum atburðum skyldi taka, og fyrstu dagana bitnaði gremjan einkum á dönskum hermönnum, sem þóttu hafa varið föðurlandið slælega, þar •) Vér öflum oat vinsœlJa tam\vœmt áœtlunl til fréttir bárust um bardagana í Jót- landi, að morgni hins 9. apríl 1940. Þjóðverjar höfðu lofað að virða dönsk lög og rétt og hafa enga íhlutun um stjórn landsins. Mótspyrna virtist til- gangslaus og heppilegast að haga sér eftir aðstæðum, enda hefur enginn láð Dönum það, nema þeir sjálfir. Næstu tvö árin unnu þýzkir herir glæsilega sigra, og ekki var annað sýnna, en að Þýzkaland mundi hrósa fullum sigri. Meðan svo horfði var til lítils að hreyfa mótspyrnu. En Danir voru kuldalegir í viðmóti við þýzku her- mennina og leyndu ekki andúð sinni á aðförum þeirra í Noregi. Danska stjórnin átti í sífelldri baráttu við þýzku yfirvöldin að ekki væri vikið frá þeim loforðum, sem Þjóðverjar höfðu gefið í upphafi, en allt var með kyrrum kjörum á yfirborðinu, þar til Danir voru knúðir til þess að gerast aðilar að andkommúnistiska banda- laginu, en þá blossaði andúðin upp, og eftir að Þjóðverjar réðust á Rússa fóru skemmdarverk að færast í vöxt, en lítið hafði borið á þeim áður. Sambúðin versnaði sífellt, og það varð Ijóst við þingkosningarnar í fyrra, að danska þjóðin var jafn fráhverf naz- ismanum og áður, þrátt fyrir einstakt tækifæri að kynnast honum, bæði kenningunum og framkvæmdinni. Þegar kom fram á sumar, reis skemmdarverkaaldan æ hærra, og lágu til þess margar orsakir. 1 Dan- mörku, sem öðrum hernumdum lönd- um álfunnar, þótti sýnt, að Þjóð-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78

x

Helgafell

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgafell
https://timarit.is/publication/1076

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.