Helgafell - 01.12.1943, Blaðsíða 32

Helgafell - 01.12.1943, Blaðsíða 32
354 HELGAFELL En er þá einginn eðlismunur á list og skrautlist ? Jú, náttúrustefnan ann því mjög að ímynda sér djúp staðfest milli þessa tvenns. Ef natúralistar hefðu ekki tvo mælikvarða yrðu þeir að dæma mest- alla list heimsins ógilda, svokallaða skrautlist afsaka þeir sem annars flokks list, er eigi sæti á óæðra bekk. En ég veit ekki til að enn hafi tekist að fá landamerkin viðurkend milli listar og skrautlistar, og þótt maður hugsaði sér þau einhversstaðar mundi það síst hafa hagnýta þýðíngu til betri skilníngs á list. Er hið geómetriska múrmálverk Beuron-múnkanna, fult heimsafneitun- ar og guðfræði, list eða skrautlist ? Eða freskur Mexikó-jötnanna de Riviera og Orozco ? — svo tekin séu tvö alþekt dæmi úr nútímanum, bæði um mynd- list til veggjaskreytingar. Voru myndirnar á þilviðinum og ræfrinu í Hjarðar- holti list eða skrautlist ? Og hvað eru freskur Michelangelos innan á hvolfi sistínsku kapellunnar, eða myndin sem Leonardo skreytti veggina á matsal svartmúnkanna í klaustrinu Santa Maria delle Grazie, og nefnd hefur verið hin heilaga kvöldmáltíð ? Mundi hitt ekki sönnu nær að skrautlistin sé upphaí og eðli allrar listar. Halldór Kiljan Laxness BÓKAMERI RITHÖFUNDA- FÉLAGS ÍSLANDS Rithöfundafélag jslands hefur tekið sér merki það, sem hér er sýnt, í því skyni aS fá þaS orentað eftirleiðis á örfá (7—9) eintök nýrra bóka, sem út koma eftir félagsmenn, eftir sam- komulagi við þá og útgefendur. Ætlazt er til, að þessi eintök verði einnig árituð af höfundunum. Ekki er gert ráð fyrir, að merkið verði prentað á fleiri en 5—6 bækur árlega. Rithöfundafélagið hyggst að selja bækurnar til ágóða fyrir sjóð sinn, á þann hátt, að þær verði boðnar upp á árshátíð Bandalags íslenz\ra listamanna eða félagsins sjálfs. Merkið hefur gert BaJdvin Björnsson gullsmiður eftir galdrastaf þeim, er hólastafur var nefndur til forna. Hann var þeirrar náttúru, að væri hann ristur með blóði undan tungurótum, lauk hann upp steinum, hólum og öðrum huliðsheimum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78

x

Helgafell

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgafell
https://timarit.is/publication/1076

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.