Helgafell - 01.12.1943, Blaðsíða 23
MYNDLIST OKKAR FORN OG NY
349
annarsstaðar á Norðurlöndum, enda hefur aldrel staðið meiri auður bak við
listsköpun hér á landi en á þeim tíma. Þegar líður á 15. öld tekur að kenna
þreytumerkja í íslenskri málaralist og formið verður grófara.
Ymsir ágætustu málarar og dráttlistarmenn frá miðöldum Islands hafa
aðeins skilið eftir verk sín, og þó helsti fá, en ekki nöfn, um aðra vitum vér
nöfnin ein, þau hafa geymst í gömlum sagnfræðiritum; sumir þeirra virðast
hafa verið starfsmenn Noregskonúnga. Ókunnugt er um nafn þess mjög svo
athyglisverða listamanns sem lýst hefur Uppsala codex, íslenzkt handrit frá
13. öld, sem m. a. geymir myndir við Eddu. Við vitum ekki heldur hverjir
hafa gert myndir í tvö íslensk biflíuhandrit, Stjórn, frá 14. öld. Ekki vitum
við heldur hverjir þeir miklu íslensku listamenn hafa verið, sem í kríngum
1450 teiknuðu myndabók þá, sem dr. Harry Fett hefur gefið út á prent.
Ókunnugt er allt um snillíng þann sem seint á 14. öld hefur málað og teikn-
að í Nikuláss sögu. (Þessari sögu hefur Anatole France gefið nýtt líf á vor-
um dögum með sínum hætti, en hún var á miðöldum mikið hnossgæti trú-
uðum mönnum. 1 þeirri sögu koma m. a. fyrir ein ógestrisin hjón, sem myrtu
kaupmenn þrjá, köstuðu innyflum þeirra í foss, en brytjuðu kjötið af þeim
í spað og söltuðu í kjallara sínum. Heilagur Nikulás uppreisti síðan hina
spaðsöltuðu kaupmenn frá dauðum og hefur hinn íslenski listamaður gert
mynd af þeirri athöfn, og aðra af því er dýrlíngurinn særir innyfli þeirra
í líki fiska úr fossinum.) Og þannig má leingi telja. Við vitum hinsvegar
nöfn tveggja ágætra listamanna frá 14. öld, Jóns Sveinssonar og Bjarna
Jónssonar, sem lýstu tvö handrit af Jónsbók. Einnig þekkjum vér að nafni
Magnús prest Þórhallsson sem lýsti Flateyjarbók kríngum 1390 og hefur
gert sumar myndir merkilega, og eitt dýr hundrað sinnum með hrosslendar
og klær og drekahöfuð en stundum kvenmannshöfuð sveipað nunnu-
skuplu. Og nokkra fleiri listamenn okkar frá ýmsum öldum kunnum við
að nefna með nafni.
Hér er ekki kostur að rekja hina laungu sögu íslenskrar myndlistar, enda
er hún hvergi nærri rannsökuð og Islendíngum ekki tilkvæm gögn um hana
meðþví útlendingar hafa sölsað undir sig flest merkustu verkin.
Þessara rita um efnið skal getið í bili, Halldór Hermannsson, Icelandic
Illuminated Manuscripts of the Middle Ages (Khöfn, Ejnar Munksgaard,
1935), fjallar um lýsíngar og handritamálverk íslensk fram á miðja sextándu
öld; annað rit, að nokkru framhald hins fyrra, samið um hina oftast skrifuðu
og marglýstustu bók, Jónsbók, ræðir íslenska sextándu og sautjándu aldar
list: Illuminated Manuscripts of the Jónsbók (Cornell University Press,
Ithaca, N. Y. 1940). Stórfróðlegt er dráttlistarhefti það sem fyr er minst,
útgefið af Harry Fett, En islandsk tegnebog fra middelalderen (Kria 1910).
Loks bók Matthíasar Þórðarsonar, Islenskir listamenn (Reykjavík, 1920), um
íslenska málaralist frá eymdcirtímunum, 17., 18. og 19. öld, þar er í meðal