Helgafell - 01.12.1943, Blaðsíða 45

Helgafell - 01.12.1943, Blaðsíða 45
TÓMAS GUÐMUNDSSON: Listamaðurinn Gunnlaugur Blöndal i. Höfum vér veitt því verðuga athygli, að það land, sem er föðurland vort í dag, er í vissum skilningi miklu síðar til komið en vænta mætti að óhugs- uðu máli ? Vér höfum að vísu áreiðanlegar heimildir um ýmsa landnáms- menn, sem settust hér að fyrir þúsund árum og förum væntanlega nærri um gróðurfar landsins og veðráttu á þessu tímabili, en jafnvel þótt það hefði ekki, frá því sem þá var, tekið neinum þeim breytingum, sem jarðfræðin gæti hent reiður á, er engu að síður hætt við, að það mundi koma okkur að ýmsu ókunnuglega fyrir, ef vér allt í einu ættum þess kost að horfa á það með aug- um þeirra manna, er um getur í bók Ara fróða. Engum tveim kynslóðum kemur sama umhverfi að öllu eins fyrir sjónir, og það er ekki einu sinni víst, að vér höfum í dag komið auga á þau einkenni í svip og yfirbragði náttúr- unnar í kringum oss, sem kynslóð morgundagsins verður starsýnast á. Fyrst og fremst eru sjónarmið vor að meira eða minna leyti háð þeirri tízku, sem hefur oss jafnan á valdi sínu, þó að vér viljum ekki ávallt kannast við það, en auk þess getur svo farið, að nýr skilningur, sem vér höfum öðlazt, gefi því, sem við oss horfir, smám saman eða skyndilega, nýtt innihald. Stundum á slíkur skilningur uppruna sinn í reynslu sjálfra vor, en oftar sækjum vér hann þó til þeirra, er eiga sér næmari sjón og óháðara skyn en vér höfum sjálfir til að bera. Og þótt vér séum að vísu flestir að einhverju leyti landnáms- menn gagnvart umhverfi voru, verður ekki um það deilt, að það eru skáldin og listamennirnir, sem hafa á öllum tímum gerzt öðrum fremur landnáms- menn gagnvart þjóð sinni. Einn slíkur landnámsmaður var Jónas Hallgríms- son. Sú ættjörð, sem vér höfum tekið að erfðum og alizt upp við, var ekki til fyrir hans daga. íslenzka þjóðin fann hana í ljóðum hans. II. Vér höfum á síðari árum eignazt marga ágæta listamenn, sem hafa numið þjóð sinni nýtt land í íslenzkri náttúru, og vissulega mundi land vort koma oss fyrir sjónir snauðara að litum og línum, ef Ásgrímur og Kjarval hefðu ekki bókstaflega sótt það út í náttúruna og fært oss það upp í hendurn- ar. En fleiri slíka landnámsmenn mætti nefna og meðal þeirra er Gunnlaugur Blöndal. Þessir þrír listamenn eru að vísu hver öðrum ólíkir, bæði að því,
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78

x

Helgafell

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgafell
https://timarit.is/publication/1076

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.