Helgafell - 01.12.1943, Blaðsíða 58

Helgafell - 01.12.1943, Blaðsíða 58
374 HELGAFELL upp að Mývatni, voru aðdrættir þang- að örðugir. Sú kynslóð í Mývatnssveit, sem á síðari hluta næstliðinnar aldar tók sér fyrir hendur að reisa af nýju bæi og úthýsi og miklu meir af timbri en áður var, hóf þá nýjung í aðflutn- ing á byggingarefni og síðan öðrum kaupstaðarvarning að flytja sem mest á vetrum á sleðum með hestum til dráttar. Kom þetta í staðinn fyrir klyfjaflutning, burð á hestum og að- allega að sumarlagi. Þetta var djarft tiltæki, kaupstaðarleiðin löng, heiðar- för að hálfu leyti og í fang að sækja heim með ækið. Kæmi hríð og snjó- dýpi, gat þetta reynzt ófæra. Það þurfti að finna ráð til þess, að nýja aðferðin reyndist ekki ófæra. Ráðið fannst, og það var að fylgjast að, hver með öðrum, sem flestir saman í einum hóp. Rúmlega mannsaldursskeið var sleðaakstur á vetrarfönninni aðalað- dráttur þungavöru úr kaupstað upp að Mývatni. Auðkennd þótti för Mývetn- inga, þar sem leiðin lá um aðrar sveit- ir, fyrir tvennt: hvað margir fóru í einum hóp og hvað hópurinn fór hik- laust leiðar sinnar, hversu sem háttaði veðri eða færð. Þetta kom til af því, að hér gilti samábyrgð, sem allir vissu, að enginn mátti bregðast. Ör- uggir menn með trausta hesta fóru framar. Og þegar fremsti klárinn lúð- ist að troða slóð fyrir hina, tók sá næsti við því og svo hver af öðrum. Þegar hinir orkumeiri höfðu gert slóð gegnum skaflinn, komust hinir á eft- ir, sem minni máttar voru. Þegar vandi var að rata fyrir hríð eða myrkri, valdist sá, sem bezt var treyst, til að ganga fyrir lestinni og ráða stefnu, hafði það hlutverk einn fyrir sig — og það eitt um að hugsa. Hinir sáu um hestinn hans. Fleira en þetta gat reynt á þegnskap samfylgdarinnar. Ákjósanlega sleðafærið, skarpahjarn- ið, gat bilað við bráða hláku, svo að upp skaut auðum holtum og sand- hryggjum. Þá átti hópurinn nógu mörg og nógu snörp handtök til hjálp- ar hverjum einstökum að kippa æki yfir haftið. För gat gengið hægt, en hindruð varð hún ekki. Hópurinn komst með alla sína heim á sam- eignarlandið, svellflötinn samfelldan yfir vatni og umhverfi þess, þar sem hver einn horfði heim að sínu bæjar- þili. Hér er lýst tákni þeira skilyrða, sem Mývatnssveit átti til þess að gera úr börnum sínum hóp fyrir sig. 1 hóp með öðrum finnst einstakl- ing, að hann sé styrkari en þegar hann stendur einn. I hóp styrkra fé- laga kann hverjum einum að finnast hann sjálfur sterkari en í rauninni er. Og jafnframt kann honum að finnast hópurinn allur svo sterkur, að þar þurfi engu við að bæta. Horft úr því líkum hóp á för þeirra, sem fara einn og einn síns liðs og sýnast ekki hafa lært að fylkja liði í sókn og vörn, þá kann að sýnast svo, að þar muni hver einstaklingur minni fyrir sér en reynd gæti sannað. Sveitin hafði ekki aðeins skilyrði til að skipa sínum í hóp fyrir sig, hún hafði einnig ástæðu til að ætla þeim hóp skör hærri aðstöðu í kynn- um og skiptum við lið annarra sveita, líkt og hún sjálf er skör hærra sett af hendi náttúrunnar. Hún gat horft yfir allt, sem hún átti, allt, sem hún gat tekið til af heimafengnum afla og auði, og verið viss um, að hún þúrfti minna að sækja til annarra sveita en grannsveitirnar til hennar. Náttúrlegt er, að sá, sem bezt er birg- ur og veit sig hvergi skorta, láti sér
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78

x

Helgafell

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgafell
https://timarit.is/publication/1076

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.