Helgafell - 01.12.1943, Blaðsíða 36

Helgafell - 01.12.1943, Blaðsíða 36
Hve fellt í samheild allt, sem augað skoðar, hver orka og líf sem þræðir sömu voðar! Hve himinöflin stöðugt stíga og hníga og stjörnubrunnsins skjólur hækka og síga! Á ylvængjum ofan þau sveima og yngjandi um jörðina streyma með samróma hljómum um heima og geima! Ó, hvílík sýn! en aðeins, aðeins sýn! Ó, alheimsmóðir, hvar er leið til þín? Ó, brjóst, sem eruð brunnar lífsins, þið, sem bæði jörð og himinn alast við, ó, brjóst, sem lífsmagn visnum barmi veitið, ó, viskubrjóst, sem mér um svölun neitið! Hann flettir bókinni gramur í bragði og nem- ur staðar við teikn jarðarandans. Hve dulrún þessi ólíkt á mig fær! Þér, andi jarðar, stend ég nær! Við einkunn þína afls og þors ég kenni, sem ungur drúfnasafi glói og brenni! — Út vil ég! — á höfin halda! háum, björtum seglum tjalda, kvöl og sælu grípa og gjalda, geiglaus taka lending kalda! Myrkvi rnn höfuð mér! — máninn hulinn sýn ... lampalýsan dauð! Eimur rýkur! ... rauð logaleiftur iða um augu mín! Ofan úr hvelfingu andar skelfingu, um mig fer ... Ég finn þinn blæ, ó bæna minna andi! Birzt þú mér! Mér er sem önd og blóð í báli standi! Ég berst í hring um brim af ungum tilfinningum! Ég finn mitt hjarta og hug á valdi þínu! Þú hlýtur! skalt! þótt glati eg lífi mínu! Hann tekur bókina í hönd sér og mælir fram teikn andans. Rauðum loga bregður á loft; andinn birtist í loganum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78

x

Helgafell

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgafell
https://timarit.is/publication/1076

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.