Helgafell - 01.12.1943, Blaðsíða 61

Helgafell - 01.12.1943, Blaðsíða 61
SKÁLDIÐ Á LITLU-STRÖND 377 Á þessum tíma er mývargurinn mátt- ugur fjandi, og hann er ólúinn á kvöldin, því að hann hvílir sig, meðan heitt er á daginn. Þegar maður lýtur til jarðar, er flugum skjól að safnast um andlit hans, þétta sér að sveittu enni undir húfuskyggni og bíta. Manni verður að strjúka hendi fast um enni og sópa af sér. En það gerir illt verra. Það blandar að vísu blóði manns og vargs í sveita beggja. Það koma nýjar flugur og standa betur að vígi. Maðurinn réttir sig upp. Hann kastar af sér húfunni og veifar með hendi mökkvanum frá vitum sér. Hann lætur líða úr bakinu andartak. En þá kemur krían og lætur höggin dynja á kolli hans, og hver eftir aðra, svo að liggur við fleiðrum á hvirfli. Hann beygir sig á ný og heldur áfram. Aðstaðan batnar, þegar komið er í gulvíðirunnann. Hríslur eru á hæð við manninn, undir laufguðu limi er hlé fyrir árásum, og þar sér til hreiðra nokkuð frá sér. Um lágnætti er lokið göngunni. Kyrrð er yfir öllu. Fuglinn er hljóður um allar eyjar, inni við land og uppi í fylgsnum. Mýrykið er fallið til jarð- ar. Maðurinn hallar sér upp að grasi grónum bárugarði vatnsbakkans og dregur að sér angan af fullþroska blómknöppum til beggja hliða. Hann blundar um stund. Hann vaknar við það, að kul fer um andlit. „Suðrænan andar um Mývatnsstrandir“, og rödd berst að eyra. Máttugur kórsöngur fyll- ir loftið. Á sömu stund eru allir fuglar alvakandi. Snortinn einum og sama krafti leggur allur skarinn frá landi, hver fylking frá sinni bækistöð, og vatnsflöturinn er þakinn litklæðum undir sólarrisi. En við eyra kveður þúsundradda samhljómur. Það syngur hver með sínu nefi, og það er ekki hver rödd fögur. Hrjúfara hið næsta, mildur ómurinn úr fjarska. Maðurinn hlustar sem snöggvast og lætur hugann reika. Hann hlustar á rödd frá hörpu lífsins. Átti hann fyrir sér að vakna af síðasta blundi ? Ef hann á þess kost, vildi hann vakna við þessa rödd. Sigfús Bjamarson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78

x

Helgafell

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgafell
https://timarit.is/publication/1076

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.