Helgafell - 01.12.1943, Side 61

Helgafell - 01.12.1943, Side 61
SKÁLDIÐ Á LITLU-STRÖND 377 Á þessum tíma er mývargurinn mátt- ugur fjandi, og hann er ólúinn á kvöldin, því að hann hvílir sig, meðan heitt er á daginn. Þegar maður lýtur til jarðar, er flugum skjól að safnast um andlit hans, þétta sér að sveittu enni undir húfuskyggni og bíta. Manni verður að strjúka hendi fast um enni og sópa af sér. En það gerir illt verra. Það blandar að vísu blóði manns og vargs í sveita beggja. Það koma nýjar flugur og standa betur að vígi. Maðurinn réttir sig upp. Hann kastar af sér húfunni og veifar með hendi mökkvanum frá vitum sér. Hann lætur líða úr bakinu andartak. En þá kemur krían og lætur höggin dynja á kolli hans, og hver eftir aðra, svo að liggur við fleiðrum á hvirfli. Hann beygir sig á ný og heldur áfram. Aðstaðan batnar, þegar komið er í gulvíðirunnann. Hríslur eru á hæð við manninn, undir laufguðu limi er hlé fyrir árásum, og þar sér til hreiðra nokkuð frá sér. Um lágnætti er lokið göngunni. Kyrrð er yfir öllu. Fuglinn er hljóður um allar eyjar, inni við land og uppi í fylgsnum. Mýrykið er fallið til jarð- ar. Maðurinn hallar sér upp að grasi grónum bárugarði vatnsbakkans og dregur að sér angan af fullþroska blómknöppum til beggja hliða. Hann blundar um stund. Hann vaknar við það, að kul fer um andlit. „Suðrænan andar um Mývatnsstrandir“, og rödd berst að eyra. Máttugur kórsöngur fyll- ir loftið. Á sömu stund eru allir fuglar alvakandi. Snortinn einum og sama krafti leggur allur skarinn frá landi, hver fylking frá sinni bækistöð, og vatnsflöturinn er þakinn litklæðum undir sólarrisi. En við eyra kveður þúsundradda samhljómur. Það syngur hver með sínu nefi, og það er ekki hver rödd fögur. Hrjúfara hið næsta, mildur ómurinn úr fjarska. Maðurinn hlustar sem snöggvast og lætur hugann reika. Hann hlustar á rödd frá hörpu lífsins. Átti hann fyrir sér að vakna af síðasta blundi ? Ef hann á þess kost, vildi hann vakna við þessa rödd. Sigfús Bjamarson

x

Helgafell

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgafell
https://timarit.is/publication/1076

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.