Helgafell - 01.12.1943, Blaðsíða 67

Helgafell - 01.12.1943, Blaðsíða 67
UPPREISN DANA 383 um ýmsar tilslakanir, en það kom fyr- ir ekki. Dr. Best kvartaði sáran. Atburðirnir í Danmörku urðu aðal- umræðuefni blaða og útvarps um all- an heim næstu daga. Þjóðverjar kenndu fyrst Christmas Möller og brezkum áróðursmönnum um ástand- ið, en sögðu síðar, að hernaðarnauð- syn hefði valdið. Bandamenn gátu ekki lengur ásakað Dani um sam- vinnu við Þjóðverja, og ekki varð held- ur sagt, að Danir fylgdu neinni henti- stefnu, þar sem þeir gerðu vopnlaus- ir upreisn gegn öflugu hervaldi, vit- andi vel, hverjar fórnir þeir yrðu að færa, og að enga hjálp var að fá í náinni framtíð. Frjálsir Danir um allan heím fögnuðu atburðunum, þótt þeir hryggðust við hermdarverk Þjóðverja, því að nú var úr því skorið, að Danir voru andstæðingar Þjóðverja, Dan- mörk átti í stríði við Þýzkaland. Fyrstu fjórtán dagana, eftir að her- lögin voru sett, munu Þjóðverjar hafa handtekið um 1200 Dani. Hanneken gerði ýmist að hóta eða reyna að blíðka Dani með fögrum loforðum, en ekkert dugði. Skemmdarverkum var haldið áfram, kveikt í verksmiðjum, sími slitinn og lestir settar af spor- inu. Þjóðverjar ýmist slökuðu eða hertu á herlögunum, sem loks voru numin úr gildi í orði kveðnu en ekki í raun, í byrjun októbermánaðar. Um miðjan septembermánuð reyndi dr. Best enn að koma á danskri stjórn. Hann sneri sér til skrifstofustjórans í utanríkisráðuneytinu, Svenningsens, sem hafði haldið áfram starfi sínu eins og aðrir skrifstofustjórar og em- bættismenn, og fór fram á að mynduð yrði dönsk stjórn, en þýzk yfirvöld skyldu þó eftir sem áður fara með dómsvaldið og hafa algjör ráð fyrir blöðum og útvarpi. Hann stakk enn- fremur upp á því, að ríkisþingið yrði kvatt saman, til þess að það gæfi stjórninni heimild til að setja lög, en þingmenn yrðu síðan sendir heim. Níu manna nefnd stjórnmálaflokkanna, sem stóðu að gömlu stjórninni, hafn- aði þessu tilboði í einu hljóði, og ekki kom til mála að kveðja ríkisþingið til fundar fyrsta þriðjudag í október- mánuði, sem þó er ákveðið í stjórn- arskrá Dana, því að það var aðeins á valdi konungs eða stjórnar að réttum lögum. Til þess að taka af skarið kvaddi konungur nokkru síðar leið- toga stjórnmálaflokkanna til sín í Sorgenfri-höll og tjáði þeim, að hann hefði ekki í hyggju að mynda nýja stjórn án samþykkis ríkisþingsins. Við þetta situr enn, og eftir að Gyðinga- ofsóknir hófust er loku fyrir það skot- ið, að Þjóðverjar fái nokkra Dani, sem nokkurs mega sín, til þess að mynda stjórn. í lok septembermánaðar þótti þýzku nazistunum tímabært að hreinsa danska kynstofninn að Gyðingum og hófu mannaveiðar um alla Danmörku. Danska lögreglan neitaði að ljá Þjóð- verjum liðsinni sitt við þessar hand- tökur, en þeir sendu 1800 lögreglu- menn til Danmerkur til viðbótar þeim, sem fyrir voru, og nú var engin misk- un sýnd. Fólk var tekið á heimilum sínum, á götunum, í sporvögnum og járnbrautarlestum, og engin launung var höfð á því, að Gyðinga þessa skyldi senda úr landi, þótt dr. Wern- er Best neitaði því að vísu fyrst í stað, og Hanneken hafði skömmu áður lýst yfir því, að Þjóðverjar myndu ekki hefja neinar kynþáttaofsóknir í Dan- mörku. Skipun hafði komið frá ,,allra hæstu stöðum“ í Þýzkalandi og henni varð að hlýða með hæfilegu vægðar- leysi. Annan október birtu þýzku yfir-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78

x

Helgafell

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgafell
https://timarit.is/publication/1076

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.