Helgafell - 01.12.1943, Side 36

Helgafell - 01.12.1943, Side 36
Hve fellt í samheild allt, sem augað skoðar, hver orka og líf sem þræðir sömu voðar! Hve himinöflin stöðugt stíga og hníga og stjörnubrunnsins skjólur hækka og síga! Á ylvængjum ofan þau sveima og yngjandi um jörðina streyma með samróma hljómum um heima og geima! Ó, hvílík sýn! en aðeins, aðeins sýn! Ó, alheimsmóðir, hvar er leið til þín? Ó, brjóst, sem eruð brunnar lífsins, þið, sem bæði jörð og himinn alast við, ó, brjóst, sem lífsmagn visnum barmi veitið, ó, viskubrjóst, sem mér um svölun neitið! Hann flettir bókinni gramur í bragði og nem- ur staðar við teikn jarðarandans. Hve dulrún þessi ólíkt á mig fær! Þér, andi jarðar, stend ég nær! Við einkunn þína afls og þors ég kenni, sem ungur drúfnasafi glói og brenni! — Út vil ég! — á höfin halda! háum, björtum seglum tjalda, kvöl og sælu grípa og gjalda, geiglaus taka lending kalda! Myrkvi rnn höfuð mér! — máninn hulinn sýn ... lampalýsan dauð! Eimur rýkur! ... rauð logaleiftur iða um augu mín! Ofan úr hvelfingu andar skelfingu, um mig fer ... Ég finn þinn blæ, ó bæna minna andi! Birzt þú mér! Mér er sem önd og blóð í báli standi! Ég berst í hring um brim af ungum tilfinningum! Ég finn mitt hjarta og hug á valdi þínu! Þú hlýtur! skalt! þótt glati eg lífi mínu! Hann tekur bókina í hönd sér og mælir fram teikn andans. Rauðum loga bregður á loft; andinn birtist í loganum.

x

Helgafell

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgafell
https://timarit.is/publication/1076

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.