Helgafell - 02.12.1943, Blaðsíða 4

Helgafell - 02.12.1943, Blaðsíða 4
386 HELGAFELL erlendum málum er að sönnu stundum litlu hærra en á íslandi, eins og H. K. L. hefur nýlega vikið að í blaðagrein, sem vakið hefur talsverða athygli. Ég hef orð- ið þess var, að þær upplýsingar hans, sem að vísu munu réttar, það sem þær ná, hafa leitt til nokkurs misskilnings. Þær bækur, sem H. K. L. á við, munu yfir- leitt vera bækur í fyrstu útgáfum. Verð slíkra bóka er að jafnaði hátt, eins og fyrr segir, meðan útgefandi er að þreifa fyr- ir sér um sölugengi, enda er hinum fyrstu útgáfum ætlað að standa undir áhættu, svo sem setningarkostnaði og þeim liluta ritlauna, sem höfundur fær greidd þegar í stað. Þegar stofnkostnaður út- gáfunnar hefur fengizt upp borinn á þenn- an hátt, og ekki fyrr, er bókarinnar von í ódýrri útgáfu og miklu, ef til vill geysi- háu upplagi, ef hún hefur náð vinsældum lesenda á annað borð. Af þeim útgáfum taka útgefendur gróða sinn og höfundar umsaminn ágóðahlut. Af þessu má sjá, að íslenzkt bókaverð verður ekki með neinum rökum borið saman við erlent, nema þá þegarumfrum- útgáfur á öðrum tungum er að ræða. En er þeim sleppir, kemur sá meginmunur til greina, að langfæstar íslenzkar bæk- ur sjá dagsins Ijós, nema í einni útgáfu. Af henni verða höfundar að fá iðgjöld vinnu sinnar og listar, og útgefendur fyr- ir áliættu, fyrirhöfn og prentsmiðjukostn- aði. Þrátt fyrir óvenjulega og lofsverða bókfýsi hinnar íslenzku þjóðar, hefur þvi aðeins verið unnt að gefa út bækur á íslandi, allt fram að heimsstyrjöldinni síðari, að útgefendur og höfundar hafa borið hér rýrari hlut frá borði en annars- staðar á byggðu bóli. Um íslenzka höf- unda er þetta kunnara en frá þurfi að segja, og sé rakin saga útgáfustarfsem- innar, verður sú raunin á, að útgefendur hafa ekki orðið hökufeitir af bókagróða hér á landi. Allflestum þeirra hafa frem- ur gengið hugsjónir en hagsmunir til slíkrar starfsemi, enda margir þeirra bar- izt í bökkum alla ævi og sumir farið gjaldþrota í gröfina frá veðsettum upplög- um. Hnífur íslenzkra útgefenda hefur aldrei komið í svo feitt, fyrr en máski nú, á þrem liinuin síðustu árum, að nokk- ur myndun höfuðstóls, livað þá varasjóða, hafi komið til greina, svo sem þó er tal- ið nauðsynlcgt heilbrigði hverrar atvinnu- greinar í þjóðfélagi með einkarekstrar- fyrirkomulagi. Sé viðurkennt, að bækur hafi óvenjulega víðtæku menningarhlut- verki að gegna, hljóta ráðstafanir, sem hindra slíka þróun, að vera mcira en lítið varhugaverðar. Þetta á þó því aðeins við, að bókagróðinn sé ekki dreginn út úr út- gáfustarfseminni og honum varið til ver- aldlegri hluta. Fortakslaust má fullyrða, að á slíku sé cngin hætta um neitt af hinum eldri né stærri bókaforlögum vorum, enda hefur ekkert komið fram, sem bendi til þess. Hins er ekki að dyljast, að allmargir ný- iiðar hafa hin síðustu árin ráðist inn á vettvang bókaútgáfunnar og látið greipar sópa þar um drjúgar fúlgur, ánþessaðör- uggt, sé, að sá hugur fylgi máli um trúnað við bókaramennt, að þeir séu Iíklegir til að hætta gróða sínum í útgáfur, er að fara magrari ár en nú. En verðlagseftirlitið er þess hins vegar naumast um komið að gera upp á milli slikra útgefenda og ann- arra, sem betra eiga skilið. Að því var vikið í upphafi þessa máls, að verðlagseftirlitið mundi þegar liafa reynzt erfitt í framkvæmd. Hitt er þó ískyggilegra, að hvort sem því tekst að koma sér niður á starfsreglur í samræmi við tilgang sinn eða ekki, hlýtur það að draga úr bókaútgáfunni, án nokkurs grein- armunar góðs eða ills, nema hvað ljóst er, að afleiðingarnar hljóta fyrst og fremst að bitna á íslenzkum rithöfundum. Að vísu er ekki gerandi ráð fyrir, að útgef- endur mundu þegar í stað lækka ritlaun, er nú í fyrsta sinn hafa færzt í sóma- samlegt horf, þótt þeir teldu nokkuð að sér kreppt. En að því hlyti þó fljótlega að reka, eins og ráða má af því, að allir liðir útgáfukostnaðar, aðrir en rit- Iaun, eru þegar fastákvarðaðir af kaup- töxtum og vöruverðlagi. Má því nærri geta, hvar lækkun á útgáfukostnaði yrði fyrst að koma niður. Hitt er augljóst mál, að verðlagseftir- litið hlýtur þegar á þessu ári að hafa þær afleiðingar, að ýmsar bækur, og þá einkum eftir innlenda höfunda, sem að öllu sjálfráðu hefðu komið út, verða alls ekki teknar til útgáfu, meðan það varir. Þeir, sem eitthvað þekkja til bókaútgáfu, vita, að allir útgefendur, er líta svo á, að
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Helgafell

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgafell
https://timarit.is/publication/1076

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.