Helgafell - 02.12.1943, Blaðsíða 75
BÓKMENNTIR
457
andans tekst Þórleifi að faera frásagnarefni sín:
lýsingar hins stórbrotna umhverfis, baráttu
fólksins, þolþrek þess, sigra þess, slysfarir og
harma. Að bókarlokum hefur hugur lesandans
numið þetta afskekkta hérað, það er orðið lif-
andi veruleiki í vitund hans. Og það er þetta,
sem er takmark allrar listar og allrar sagna-
ritunar.
Annars hefur höfundur verið svo heppinn
að fara ekki að gera bók sína að þurru sagn-
fræðiriti. Hann segir hæfilega mikið af sögu
fyrri tíma til þess að fóta vel frásögu nú-
tímans. En um ]eið tekst honum annað, sem
er ef til vill stærsti rithöfundarsigur hans í
bókinni: það er að skilja viðfangsefni sitt og
orka að lýsa því þannig, að það er hafið út
yfir öll tímatakmörk. Þegar fuglinn kemur að,
á brún og baráttan við björgin, er hið sama
frá ári til árs og öld eftir öld, ríki Horn-
strandavetursins hið sama, vorgleði mannanna
og fögnuður yfir sumri og batnandi hag, óbreyti-
legt frá kyni til kyns. Einmit þetta mikilsverða
atriði finnst mér Þórleifi hafa tekizt forkunnar
vel að láta koma fram í frásögn sinni.
Höfundurinn skiptir riti sínu í þrjá höfuð-
kafla, er hann nefnir: Land og líf, Baráttan
við björgin og Dimma og dulmögn.
Er fyrsti kaflinn fróðlegur og góður til yfir-
lits og víða dregið efni að, auk þess, sem höf.
er kunnugt af eigin raun og sjón. Bregður þar
víða fyrir myndum af svipmiklum mönnum
og sögulegum atburðum, og eru sumar þær
sögur meistaralega sagðar t. d. sagan af Her-
manni á Sléttu og Sturlu í Görðum og þáttur-
inn af Alberti á Hesteyri. í kaflanum Baráttan
við björgin byggir höfundur mjög á eigin sjón
og þekkingu, en styðst þó meðfram við lýs-
ingar skilorðra manna. Er sá kafli allur stór-
vel sagður, með karlmannlegum tilþrifum í stíl,
og auðfundið, hve höfundi er efnið nátengt og
innlifað. { kaflanum Dimma og dulmögn seg-
ir höfundur ýmsar þjóðsögur og þætti, sem
hann hefur safnað um Hornstrandir, og eru
sögurnar prýðisvel sagðar. En forsjallið fyrir
þessum kafla þykir mér eitt með því snjallasta
í bókinni og bregður merkilegu ljósi yfir sagna-
sköpunina sjálfa, eins og hún hefur orðið í ein-
angrun þessa fólks. Man ég ekki til, að ég
hafi séð betur um það efni ritað.
Mikil prýði er það á bókinni, að hún er
skreytt fjölda fagurra mynda af Hornströndum.
Hefur Finnur Jónsson alþingismaður tekið
myndirnar af mikilli smekkvísi. Útgáfan er hin
vandaðasta frá hendi útgefanda og bókin að
öllu honum og höfundi til sóma.
SigurSur Einarsson.
Saga smábýlis
Hákon Finnson á Borgum: SAGA SMÁ-
BÝLIS 1920—1940. Útgefandi: Búnaðar-
félag íslands. Akureyri 1943.
Bók þessi er á ýmsan hátt sérstæð í íslenzk-
um bókmenntum.
Höfundurinn lýsir búskap sínum um aldar-
fimmtungs skeið. Frá því hann kaupir Borgir
í Nesjum, sem niðurnítt kot 1920, og þar til
hann hefur húsað jörðina og ræktað 20 árum
síðar, svo að Borgir eru þá eitt allra snyrtileg-
asta og mest bætta býli landsins.
Ekki hafði Hákon Finnsson arf frá forfeðrum
sínum við að styðjast í þessu landnemastarfi.
Föður sinn missti hann kornungur og ólst að
mestu leyti upp á sveit. Hákon byrjaði búskap
austur f Skriðdal árið 1909 og býr þar sem leigu-
liði í 10 ár. Þá verður hann að hrökklast frá
jörðinni, eins og íslenzkir leiguliðar hafa oft
orðið að þola.
Þá ræðst Hákon, eignalaus, í það að kaupa
Borgir. En 1920 var verðlag hið hæsta sem það
komst í sambandi við fyrri heimsstyrjöldina. Það
virtist lítt framkvæmanlegt verkefni, sem Hákon
tók sér fyrir hendur með allstóran barnahóp,
þegar hann hóf búskap á Borgum vorið 1920
og varð að byrja á því að kaupa kotið allt of
háu verði.
Saga smábýlis lýsir þessari 20 ára baráttu
hjónanna í Borgum. Hákon segir okkur frá ölj-
um áætjunum sínum um umbætur á jörð sinni.
Og það er sérstætt fyrir Hákon, af íslenzkum
bónda að vera, hve nákvæmar áætlanir hann
gerir um allar sínar framkvæmdir. Þar er engu
gleymt, allt ákveðið, jafnt hið smæzta sem hið
stærsta, áður en hafizt er handa.
Hákon veit með hárnákvæmni, hvað allar
framkvæmdir hans hafa kostað. Sumum finnst
ef til vill, að óþarflega langt sé gengið í þess-
um efnum, þegar Hákon segir okkur, hversu
margar hálftunnur af sementi hafi farið í bæjar-
stettina og hve margar í stéttarsteinana. Svo er
reglusemin og löngunin til þess að vinna öll
störf með vísindalegri nákvæmni mikil.
Slík nákvæmni og hirðusemi og jafnmikil
skipulagshæfni um framkvæmdir, er ekki ríkj-
andi einkenni með þjóð vorri. Hitt er því miður
algengara, að byrjað er á verkum án þess að