Helgafell - 02.12.1943, Blaðsíða 74

Helgafell - 02.12.1943, Blaðsíða 74
456 HELGAFELL surtarbrandslögin séu öll jafngömul, eÖa hvort um verulegan aldursmun á þeim se acS ræða). Þá færði Eggert fyrstur allra sönnur á það, að surtarbrandurinn væri leifar gróðurs, sem vax- ið hefði hér á landi, en um slíkt vildu ýms- ir áhrifamenn á sviði náttúrufræðinnar þá efast. Frásagnir þeirra af Fánu landsins og Flóru eru auðvitað ófullkomnar, sé miðað við þekkingu manna nú á þessum sviðum, en allt um það voru þær margfalt betri og fullkomnari en áð- ur þekktist. Þjóðjífslýsingar Ferðabókarinnar eru fræðasjór fyrir þá, sem fást við menningarsögu- legar rannsóknir þjóðarinnar. Taka her þó með varúð, eins og Eggert gerir, orðrómi þeim, sem bókin hermir frá, um hugarfar Norðlendinga, einkum Skagfirðinga, ,,að þeir séu hneigðari til ferðalaga og alls konar prangs, einkum hesta- prangs, en að vinna heima að búum sínum, ennfremur, að þeir séu rígmontnir, drykkfelldir o. 8. frv.“ (smbr. bls. 50 í sein: a bindi). Mað- ur verður eiginlega hissa á, að vísindamaður eins og Eggert skuli yfirleitt drepa á slíkan orðróm. Verk þýðanda og þeirra allra, sem hlut hafa átt að þessari útgáfu, virðist mér við snögga athugun vera með ágætum. Það er mikið verk og vandasamt að þýða Ferðabókina, en Steindór hefur gert það snilldarlega að mínum dómi. Þeim brautryðjendunum, Bjarna og Eggert, hefur verið reistur verðskuldaður minnisvarði með Ferðabókarþýðingu þessari, en fyrr hefði það mátt verða. Hver liggur nú næstur óbættur við garð? Sveinn. Jóhannes /ís/je/sson. Hornstrendingabók Þórlciíur Bjarnason: HORNSTREND- INGABÓK. Útgefandi Þorsteinn M. Jónsson. Akureyri 1943. Sá háttur hefur mjög verið tekinn upp í seinni tíð, að félög eða einstakir áhugamenn hafa tekið að gefa út sögur eða héraðslýsing- ar einstakra héraða eða landshluta. Er ekki nema gott eitt um það að segja og vafalaust, að með þessum hætti varðveitist ýmislegt af menningarsögulegum fróðleik, sem ella myndi glatast. En þó verður þess ekki dulizt, að þegar frá eru tekin rit Skagfirðingafélagsins, virðist manni oft sem höfundum og útgefend- um hafi ekki verið nægilega Ijóst, hvað það var í rauninni, sem þeir vildu fá sagt frá. Það er nærri því eins og tilviljunin hafi ráðið um efnisvalið, og not bókanna og ánægja af þeim fyrir þá sök minni, en þurft hefði að vera. Ég verð að segja það, að Hornstrendingabók Þórleifs Bjarnasonar kennara, sem mér barst nýlega í hendur, er f mínum augum einhver hin ágætasta þessara bóka, sem birzt hafa á íslenzku. Ber margt til þess. Þórleifur velur sér hér að frásagnar- og umræðuefni einhverja af- skekktustu og sérkennilegustu byggð á fslandi, Hornstrandirnar. Lifshættir manna þar, að- staða þeirra öll og barátta við björg og sæ, er þess eðlis, að orðið gat stórbrotið frásagnar- efni. En hitt skiptir þó meira máli, að höfund- urinn, sem er bráðgáfaður maður, er hér að fara með efni, sem hann þekkir út í æsar, og honum er hjartfólgið. Hann er alinn upp í einni af víkum Hornstranda, er samgróinn byggð og lífsháttum frá blautu barnsbeini. Hann hefur liðið alla útþrá hins einangraða æskumanns á þessum stórbrotnu bernskustöðv- um sínum, notað fyrsta tækifæri til þess að brjóta sér braut úr einangrun út í lífið og heiminn, — ef tij vill með þeim ásetningi að koma aldrei til Hornstranda framar. En í fjar- læginni skýrist lífsmynd bernskuumhverfisins, fær á sig nýjan svip, öðlast nýtt gildi, vekur nýjar tilfinningar. Og Þórleifur snýr aftur til æskustöðva sinna frjáls gagnvart þessu um- hverfi, sem ekki er honum lengur fjötur — og er um leið orðinn skynjandi þess og unnandi á dýpri hátt en áður. Enginn, sem alið hefur all- an aldur sinn á Hornströndum hefði getað skrifað Hornstrendingabók, slíka sem hún er. Og enginn, sem þangað hefði komið á miðri ævi og tekið ástfóstri við byggðarlagið, en væri ekki tengdur því æsku- og bernskuminningum hinna fyrstu varanlegu lífsáhrifa, hefði held- ur getað það. En jafnvel hið stórbrotnasta og sérkennileg- asta frásagnarefni verður sviplítið og auðvirði- Iegt, nema sá eigi nokkurn neista af frásagn- arsnilli, sem með það fer. Ég hygg ekki ofmælt, þó að sagt sé, að Þórleifur er gæddur frásagnar- snilli f ríkum mæli. Það er ekki svo, að mál hans sé svo yfirtaksfágað, og meira að segja stíllinn getur á köfjum orðið hnökróttur. En það er annað, sem höf. Hornstrendingabókar fatast aldrei: það er sú nána, persónulega inn- lifun í efnið, sem gerir alla frásögn hans inni- lega og lifandi, — svo að maður les alla kafla bókarinnar gripinn djúpri samúð, jafnvel inni- legum trega og klökkva. Svo nærri hjarta les-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Helgafell

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgafell
https://timarit.is/publication/1076

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.