Helgafell - 02.12.1943, Blaðsíða 21
LÖGSKILNAÐUR EÐA HRAÐSKILNAÐUR ?
403
þá mun Islandi hollast að þekkja sinn vitjunartíma. Islendingum er óþarít að
gera sér nokkrar tálvonir um, að stórveldastyrjöld, sem háð verður hér í álfu,
fari nokkru sinni framhjá landsteinum þeirra framvegis. Það er óhugsandi, að
Engilsaxar telji sér það á nokkurn hátt til hagsbóta að halda við pólitísku
cambandi milli Islands og Danmerkur eftir ófriðarlok, enda mega gagnast
orð og gerðir þeirra sjálfra til þess að afsanna þá firru, sem nokkrir hinna
óvitrustu og óprúttnustu hraðskilnaðarmenn hafa þó reynt að bera í munni
undanfarið. Rétt er þó að geta þess, að ég veit ekki til að sú fábjánakenning
hafi birzt á prenti, — jafnvel ekki í „Morgunblaðinu'*.
Síðan um vorið 1940 hafa allir aðiljar, sem afskipti hafa haft af mál-
efnum Islands, litið svo á sem landið væri algerlega óháð sambandslögun-
um og sjálfstætt allra sinna gerða þeirra vegna. Danmörk var hertekin hinn
9. apríl, en nóttina eftir samþykkti alþingi, að ríkisstjórnin skyldi þeg-
ar taka meðferð konungsvalds, utanríkismála og landhelgisgæzlu í sínar
hendur ,,að svo stöddu“. Enginn gerðist til þess að andmæla þessari ráð-
stöfun, hvorki utan lands né innan, enda var hún sjálfsögð og óumflýj-
anleg. Hinn 10. maí hernámu Bretar landið gegn andmælum ríkisstjórn-
arinnar, og hefur aldrei fyrr verið gengið svo hispurslaust í berhögg við sjálf-
stæði landsins að forminu til. Bretar unnu það verk af því, að þeir töldu sér
það lífsnauðsyn að hafa hönd yfir landinu, eftir að Þjóðverjar höfðu brotið
Noreg undir sig. En þótt Bretar teldu sig neydda til þessa óyndisúrræðis,
sýndu þeir um leið ótvírætt, að þeim var ekki í hug að lækka Island í sessi
eða gera kost þess rýrari en hann hafði áður verið. Ásamt hernum sendu
þeir hingað sendiherra og urðu þannig fyrstir til þess erlendra þjóða ,,að
viðurkenna í verki, að sambandslögin hefðu misst gildi sitt“ (Bjarni Bene-
diktsson). Á þennan hátt tóku Bretar af öll tvímæli um viðhorf sitt til sjálf-
stæðismáls Islendinga. Ef það væri þeirra ætlun, að Island væri og ætti
framvegis að vera ósjálfstæð eða hálfsjálfstæð útlenda, hefði þeim aldrei
getað komið til hugar að stofna til slíks stjórnmálasambands við landið,
sem nú gerðu þeir. Það eru fullvalda ríki, sem skiptast á sendiherrum. Hjá-
lendur, útlendur og hálfríki njóta eigi slíks réttar. Þá lýstu Bretar því yfir,
að þeir mundu eigi hafa nein afskipti af stjórn landsins og hverfa héðan
á brott með her sinn eftir ófriðarlok.
III.
Brátt kom þó í ljós, að nokkrir Islendingar voru harðóánægðir með, að
við létum ekkert til okkar taka, eftir að hernámið hafði farið fram. Ekki
spratt sú óánægja ósjálfrátt upp meðal alþýðu manna, heldur kveiktu nokkr-
ir pólitískir foringjar og foringjaefni hana upp. Ekki beindist þó þessi óánægja
á móti hernáminu, svo að orð sé á gerandi, heldur á móti sambandinu við
Danmörku, sem þá var komin undir járnhæl nazista, þótt ekki væru þeir