Helgafell - 02.12.1943, Blaðsíða 72
454
HELGAFELL
hann gerir. Ég á við 5. kaflann — ÞjóSlífslýs-
ingar. Höfundurinn hefur þar aS einkunnarorS-
um ummæli Bonalds: La littérature est l'ex-
pression de la société — bókmenntirnar eru
spegill þjóSfélagsins, — og hafa ekki sannari
orS veriS sögS um þaS efni. En mér finnst
kaflinn ekki staSfesta einkunnarorSin. Hann er
allt of tíningslegur og sundurlaus — spegillinn
er í brotum. Um þaS efast enginn, aS skáldsög-
ur Jóns Thoroddsens eru aS einhverju leyti
spegilmynd þess þjóSfélags, er hafSi fóstraS
hann, en maSur er litlu nær um þetta þjóSfélag,
þótt talin séu upp búsáhöld þess og klæSaburS-
ur, mataræSi og hjátrú. í þessu handtæka, efnis-
grófa formi birtist „þjóSfélagiS" aS vísu víSa
í skáldsögum Jóns Thoroddsens. En þaS er ekki
þjóSfélag í merkingu Bonalds. Ef Steingrímur
hefSi túlkaS þjóSfélag Jóns Thoroddsens meS
öSrum hætti og nokkru nánar en hann gerir, þá
mundu skáldsögur hans birtast lesendum í skýr-
ari heijdarsýn. Raunar er þetta svo mikiS efni,
aS þaS mundi sennilega hafa aukiS ritiS úr
hófi fram, en gaman væri, ef höfundurinn gerSi
því einhvern tíma skil.----
Steingrímur Þorsteinsson hefur meS riti þessu
unniS íslenzkri bókmenntasögu mikiS og þarft
verk. ÞaS er ýtarlegasta og vandaSasta könnun,
sem til er á bókmenntum íslendinga á 19. öld.
A3 lestri loknum óskar maSur þess eins, aS
höfundurinn haldi áfram á þessari braut. Nít-
jánda öldin er svo auSug og grózkumikil f sögu
vorri, aS hún verSur um langan aldur óþrjót-
andi efni íslenzkum fræSimönnum. Til þessa
hefur hún aS mestu legiS óbætt hjá garSi, bæSi
f bókmenntalegum efnum sem öSrum. Stein-
grímur Þorsteinsson hefur meS rannsókn sinni
á upphafi íslenzkrar skáldsagnagerSar fært
mönnum heim sanninn um þaS, aS 19. öldin
launar höfSinglega hverjum þeim, sem leitar
fundar viS hana og kann aS krefja hana sagna.
Rit Steingríms er höfundinum og háskólanum
til mikils sóma. Sverrir Kristjánsson.
Árbækur Espólins
íslands Arhœk.ur i sögujormi aj Jóni
Espólín, I. deild. LjósprentaÖ í Litho-
prent 1943, 35 + 127 bls.
Fyrir nokkrum árum kom til orða, aö Ár-
bækur Elspólíns yrðu gefnar út af nýju, og var
í ráði, að ég semdi leiðréttingar við þær. En
er ég fór að vinna að því, komst ég fljót-
lega að raun um, að slíkt verk myndi verða
ærið fyrirhafnarsamt, en ekki að sama skapi
gagnlegt, þar eð meginhluti Árbókanna er nú
mjög lítils virði. Var útgáfan því játin niður
falla. Nú hefur verið hafizt handa í Lithoprent
um að ljósprenta Árbækurnar, og er það miklu
skynsamlegra ráð, ef þær eru gefnar út á annað
borð. 1. deild kom út skömmu fyrir jólin, og
er auðsælega ætlunin að vanda til útgáfunnar
eftir föngum. Þó er auðvelt að benda á nokk-
ur atriði, sem betur hefðu mátt fara, eins og
oftast vill verða. Útgefandi skýrir frá því, að
hinar deijdirnar verði ljósprentaðar eftir ein-
taki, sem EÆpólín átti sjálfur og er með leið-
réttingum og innskotum eftir hann. Það er vel
ráðið, en orðalag útgefanda er ekki alls kostar
nákvæmt, þar eð Espólín hefur einungis átt
níu fyrstu deildirnar. Hinar voru prentaðar eftir
lát hans. Þess er ekki getið, hvort Espólín hef-
ur bætt nokkuð um 1. deild í þessu eintaki,
en sé svo, þá er leitt, að eintakið skyldi ekki
koma í Jeitirnar fyrr en hún var fullprentuð.
Þó skiptir það varla miklu máli. Ljósprentun-
in hefur verið ýmsum örðugleikum háð. Vel
vönduð tæki til hennar hefur ekki verið hægt
að fá nú á tímum, og sjást þess nokkur merki.
Eftirmynd letursins er misskýr, og sums staðar
vantar brot úr stöfum. Þó má hún teljast sæmi-
leg. í frumútgáfunni sést letrið víða gegnum
blöðin, en tekizt hefur að varna þess, að það
kæmi fram við ljósprentunina. Hefur eflaust
farið í það mikil vinna. Annars má vænta
þess, að Jjósprentunin taki framförum í hin-
um deildunum, ef um hægist, svo að unnt
verði að afla nauðsynlegra tækja.
Framan við 1. deild er ritgerð eftir Árna
Pálsson um Espólín og Árbækurnar. Þar er
rakin ævi Espólíns og varpað skíru ljósi á lífs-
kjör hans og skapgerð. Nokkuð er vikið að rit-
störfum Espólíns, einkum Árbókunum, og drep-
ið á hæfileika hans til sagnaritunar. Á einum
stað rak ég mig á lítils háttar ónákvæmni. Þar
segir, að Espójín hafi ritað formáia fyrir öllum
deildunum, nema hvað einn formálinn sé lát-
inn nægja tveimur deildum. En því er á ann-
an veg fariS. Deildaskiptingin er ekki runn-
in frá Espólín. heldur útgefendum. Hann skipti
Árbókunum sjálfur í þætti eSa hluta og rit-
aSi formála fyrir hverjum. Þættirnir eru mis-
langir, og var 3.—5. þætti skipt í fjórar deild-
ir. ViS þaS komst ruglingur á formálana. For-
máli 4. þáttar var settur framan viS 4. deild,
inni í 3. þætti, og formáli 5. þáttar framan viS
5. deild, inni í 4. þætti, en enginn formáli
fylgir 6. deild, af því aS 5. þáttur nær út
hana alla. — Annara er ritgerS Árna mjög