Helgafell - 02.12.1943, Blaðsíða 73

Helgafell - 02.12.1943, Blaðsíða 73
BÓKMENNTIR 455 skilmerkileg og vel samin, eins og vœnta mátti, en gjarna hefði hún mátt vera lengri og ræki- legri Enn skortir mikið á, að ritstörfum Espó- líns hafi verið gerð fullnaðarskil. Margt er jafn- vel enn á huldu um uppruna og gildi aðal- rits hans, Árbókanna. Þau efni verða ekki krufin til mergjar nema í alllöngu máli, en Árna mun hafa verið skömmtuð lengd ritgerðarinnar, og hefur hann því orðið að taka sumt Iausari tök- um en æskilegt var. Einkum var nauðsynlegt að ræða heimildargildi Árbókanna nánar en gert er. Espólín tíndi efnið saman úr fjölda heimilda, prentaðra og óprentaðra, miklu fleiri en hann getur um. En hann átti mjög örðuga aðstöðu til að meta þær, þar eð hann gat hvorki stuðzt við söfn né vandaðar útgáfur frum- heimilda. Oft hafði hann ekki annað fyrir sér en ágrip eða eftirrit, sem voru stundum herfi- lega röng um ártöl, nöfn o. fl. Þess hlutu Ár- bækurnar að gjalda, enda eru þær mjög ó- traustar sem heimild. Ber mest á því framan til, en því minna sem meir á líður. Eitt dæmi úr I. deild skal nefnt til skilningsauka. í Flateyjarannál er kvæði um Grundarbardaga. Þar eru þessar ljóðlínur: Frák stájastorm mjök sturla Orm. Átt er við Orm Snorrason, lögmann á Skarði. Ljóðlínurnar hafa komizt í Árbækurnar, en af- bakaðar svo: Frá eg stæla storm mög Sturlu, Orm. Aíbökunin er sprottin af mislestri, en með þessum hætti varð til Ormur Sturluson. Hon- ur er svo eignuð þátttaka ! Grundarbardaga í stað Orms Snorrasonar. Næsta skrefið var að ættfæra þennan Orm, og var hann talinn hik- laust sonur Sturlu Snorrasonar, lögmanns, Narfa- sonar. Ein vitleysan býður annarri heim. Espó- lín á þó ekki frumsökina á þessu ranghermi. Það er úr eldri ritum. í Árbókunum er krökkt af svipuðum missögnum, auk margra, sem eru annars eðlis. Sumar þeirra hafa fengið eins kon- ar hefð á sig, og þeim hefur oft skotið upp í sagnaritum fram á þennan dag, án þess að nokkurs efa yrði vart um sannindi þeirra. Með hinni ljósprentuðu útgáfu komast Árbækurnar væntanlega enn í margra manna hendur og sumra, sem stunda sagnaritun meira af áhuga en þekkingu og gagnrýni. Þess vegna þurfti að taka rækilega fram, hve heimildargildi þeirra er víða nauðalítið, mönnum til varnaðar. Sum- um mun þykja sem nokkur skuggi falli á sagnaritun Espólíns, ef slíku er haldið á loft, en svo verður að segja hverja sögu sem hún gengur. Árbækurnar verður að meta eftir að- stæðum. Þær voru merkisrit á sínum tíma og eiga enn nokkurt erindi til lesenda, þótt þær séu úreltar um margt. Höfuðprýði þeirra er hið þróttmikla, auðuga og fagra mál. Siðustu deild- irnar hafa enn nokkurt heimildargildi, og til eru kaflar, einkum yfirlitskaflar, sem bera vitni um ótvíræða hæfileika til sagnaritunar og mikinn sögulegan skilning. Hin nýja útgáfa er því allra góðra gjalda verð. ]ón ]óhannesaon. Ferðabók Eggerts og Bjarna Eggert Ólajsson: FERÐABÓK EGG- ERTS ÓLAFSSONAR OG BJARNA PÁLSSONAR. íslenzkað hefur Steindór Steindórsson frá Hlöðum. Utgefendur Haraldur Sigurðsson og Helgi Hálfdan- arson. ísafoldarprentsmiðja h.f. Reykja- vík 1943. Um Ferðabók þeirra Eggerts og Bjarna þyrfti að skrifa rækilegar en hér er gert. Ef til vi)I verða föng á því einhvern tíma síðar að geta afreks þessa í Helgafelli, eins og það verð- skuldar. í stuttu máli er það um Ferðabókina að segja, að á sínum tíma, og raunar allt til þess, að rit Þorvaldar Thoroddsens (íslandslýsingin, Ferðabókin og Eldfjallasagan (á þýzku) kom út, var hún það langbezta, sem um }and og þjóð hafði ritað verið í heild. Auðvitað ber bókin merki þeirra tíma, sem hún er samin á, og á það einkum við um þá kafla, sem um náttúrufræðina fjalla. Það má segja, að nátt- úrufræðin sé það efni bókarinnar, sem úreltast sé orðið. Annað væri líka einkennilegt. Margar greinar náttúrufræðinnar voru i bernsku á dög- um Eggerts. Siðan hafa vinnuaðferðir náttúru- fræðinga breytzt, rannsóknartækni fullkomnazt, og viðhorfin til verkefnanna eru orðin önnur en þá. Þess ber þó að geta, að allar staðarlýs- ingar í bókinni eru í fullu gildi og stórmikill fengur fyrir þá, sem nú fást við rannsóknir landsins. Það er ekki litið hagræði, að öllum þeim upplýsingum, sem Ferðabókin flytur, um fundarstaði steingervinga, steintegunda og berg- tegunda. Þá gegnir það furðu, hve glöggskyggn- ir þeir félagar hafa verið á ýmis náttúrufræði- leg fyrirbæri. Og ég held, að til sé það í jarðlagaskipun Islands, sem Eggert hafi séð betur og skilið réttar en sumir þeir, sem á eftir honum komu. (Smbr. t. d. það, hvort
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Helgafell

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgafell
https://timarit.is/publication/1076

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.