Helgafell - 02.12.1943, Blaðsíða 52

Helgafell - 02.12.1943, Blaðsíða 52
434 HELGAFELL í Konunglega leikhúsinu í Kaup- mannahöfn að kveldi 24. marz 1844. Ur glugganum mínum hafði ég út- sýn yfir hina fjölmennu líkfylgd, er haldið var af stað frá Charlottenborg- arhöll, þótt fjarlægðin væri ofmikil, til þess að ég geti gert mér grein fyr- ir þeirri tilkomumiklu sjón í einstök- um atriðum. Ég minnist ekki, að ég sæi nokkurn vagn í allri líkfylgdinni, ekki líkvagn á hjólum heldur, svo sem tíðkast endranær við jarðarfarir. Allir virtust vera fótgangandi, enda hygg ég að ýmis félög og samtök hafi borið lík Thorvaldsens til Setuliðs- kirkjunnar, sinn spölinn hvert. Eg get þó ekki sagt um það atriði með fullri vissu, en varpa þessu fram sem prófsteini á sanngildi fyrstu endur- minninga minna frá Kaupmannahöfn. Mér kom athöfnin svo fyrir sjónir sem hinn geysimikli mannfjöldi flæddi í stríðum straumum út um hlið Char- lottenborgar með óvenjulegum hraða. Ég sá óskaplega mergð af fólki, öld- ótt og ólgandi mannhaf með óteljandi litbrigðum, glitrandi einkennisbúninga og blaktandi fjaðurskúfa. Og smám saman virtist mér mannþyrpingin ganga saman, eftir því sem úr henni teygðist í langa, langa hersingu, er sveigði til norðurs, inn í Noregsgötu, er einnig var kölluð Breiðgata. Island hefur afsalað sér Thorvald- sen ásamt heimsfrægð hans og heiðri í hendur Danmörku, fósturjörðu hans, og var þó Thorvaldsen með órækum íslendingseinkennum, bæði á svip og vöxt. Og sú fullyrðing er jafnvel ekk- ert ofmæli, án þess að nokkurri rýrð sé kastað á allt það, sem hann átti danskri og rómverskri menntun að þakka, að hin listræna snilligáfa Thor- valdsens hafi verið sérkennilega ís- lenzk og fornnorræn að eðli og anda. Síðan Thorvaldsen dó hefur klíka öfundsjúkra listamanna og listrýn- enda borið dönsku þjóðina þeim brigzlum áratugum saman, að hún hafi hossað og hyllt Thorvaldsen langt fram um verðleika. Samtímis því sem slíkir rógberar kváðu upp áfellisdóma yfir verkum Thorvaldsens og stíl hans, ráku þeir upp niðrunarópið geroi-fornlist. Og þó reyndu margir af þessum sömu mönnum áður en langt um leið að framleiða myndlistarverk sjálfir í stíl Thorvaldsens, en brast getu. Þessir menn gengu þegjandi fram hjá því af ráðnum hug, hvernig hög- um höggmyndalistarinnar var komið í öllum löndum Evrópu, þegar Thor- valdsen kom fyrst til sögunnar. Á þeim tíma gat engin þjóð í Evrópu, jafnvel ekki ítalir, hrósað sér af því að hafa eignazt nokkurt frumlegt né frjálsborið verk á sviði höggmynda- listarinnar um langa hríð. Á 17. og 18. öldinni var allt, sem fram kom af því tagi í Frakklandi og á Niðurlönd- um afskræmislega smekklaust og átti meir en skilið hið óvirðulega samnefni sitt: ,,Dutch school of sculpture". Um þetta getur hver maður sannfærzt, með því einu að virða fyrir sér þær hópmyndir og styttur, sem skreyta gröf Ignatiusar Loyola í jesúítakirkj- unni Chiesa del Gesu í Róm. Og þetta sama smekkleysi og hugmynda- brjál um allt, sem höggmyndalist varðar í raun og veru, verður einnig ljóst af ýmsum öðrum rómverskum grafhýsum og minnismerkjum, jafn- vel frá því skeiði, er hinn mikli ítalski listamaður Bernini var uppi. Myndar- efnin voru venjulega af trúarlegum toga, kristileg með öðrum orðum, en trúarbragðakerfi, þar sem listinni er reiknað til dauðasyndar að sýna mannlegan líkama nakinn og íull
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Helgafell

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgafell
https://timarit.is/publication/1076

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.