Helgafell - 02.12.1943, Side 52

Helgafell - 02.12.1943, Side 52
434 HELGAFELL í Konunglega leikhúsinu í Kaup- mannahöfn að kveldi 24. marz 1844. Ur glugganum mínum hafði ég út- sýn yfir hina fjölmennu líkfylgd, er haldið var af stað frá Charlottenborg- arhöll, þótt fjarlægðin væri ofmikil, til þess að ég geti gert mér grein fyr- ir þeirri tilkomumiklu sjón í einstök- um atriðum. Ég minnist ekki, að ég sæi nokkurn vagn í allri líkfylgdinni, ekki líkvagn á hjólum heldur, svo sem tíðkast endranær við jarðarfarir. Allir virtust vera fótgangandi, enda hygg ég að ýmis félög og samtök hafi borið lík Thorvaldsens til Setuliðs- kirkjunnar, sinn spölinn hvert. Eg get þó ekki sagt um það atriði með fullri vissu, en varpa þessu fram sem prófsteini á sanngildi fyrstu endur- minninga minna frá Kaupmannahöfn. Mér kom athöfnin svo fyrir sjónir sem hinn geysimikli mannfjöldi flæddi í stríðum straumum út um hlið Char- lottenborgar með óvenjulegum hraða. Ég sá óskaplega mergð af fólki, öld- ótt og ólgandi mannhaf með óteljandi litbrigðum, glitrandi einkennisbúninga og blaktandi fjaðurskúfa. Og smám saman virtist mér mannþyrpingin ganga saman, eftir því sem úr henni teygðist í langa, langa hersingu, er sveigði til norðurs, inn í Noregsgötu, er einnig var kölluð Breiðgata. Island hefur afsalað sér Thorvald- sen ásamt heimsfrægð hans og heiðri í hendur Danmörku, fósturjörðu hans, og var þó Thorvaldsen með órækum íslendingseinkennum, bæði á svip og vöxt. Og sú fullyrðing er jafnvel ekk- ert ofmæli, án þess að nokkurri rýrð sé kastað á allt það, sem hann átti danskri og rómverskri menntun að þakka, að hin listræna snilligáfa Thor- valdsens hafi verið sérkennilega ís- lenzk og fornnorræn að eðli og anda. Síðan Thorvaldsen dó hefur klíka öfundsjúkra listamanna og listrýn- enda borið dönsku þjóðina þeim brigzlum áratugum saman, að hún hafi hossað og hyllt Thorvaldsen langt fram um verðleika. Samtímis því sem slíkir rógberar kváðu upp áfellisdóma yfir verkum Thorvaldsens og stíl hans, ráku þeir upp niðrunarópið geroi-fornlist. Og þó reyndu margir af þessum sömu mönnum áður en langt um leið að framleiða myndlistarverk sjálfir í stíl Thorvaldsens, en brast getu. Þessir menn gengu þegjandi fram hjá því af ráðnum hug, hvernig hög- um höggmyndalistarinnar var komið í öllum löndum Evrópu, þegar Thor- valdsen kom fyrst til sögunnar. Á þeim tíma gat engin þjóð í Evrópu, jafnvel ekki ítalir, hrósað sér af því að hafa eignazt nokkurt frumlegt né frjálsborið verk á sviði höggmynda- listarinnar um langa hríð. Á 17. og 18. öldinni var allt, sem fram kom af því tagi í Frakklandi og á Niðurlönd- um afskræmislega smekklaust og átti meir en skilið hið óvirðulega samnefni sitt: ,,Dutch school of sculpture". Um þetta getur hver maður sannfærzt, með því einu að virða fyrir sér þær hópmyndir og styttur, sem skreyta gröf Ignatiusar Loyola í jesúítakirkj- unni Chiesa del Gesu í Róm. Og þetta sama smekkleysi og hugmynda- brjál um allt, sem höggmyndalist varðar í raun og veru, verður einnig ljóst af ýmsum öðrum rómverskum grafhýsum og minnismerkjum, jafn- vel frá því skeiði, er hinn mikli ítalski listamaður Bernini var uppi. Myndar- efnin voru venjulega af trúarlegum toga, kristileg með öðrum orðum, en trúarbragðakerfi, þar sem listinni er reiknað til dauðasyndar að sýna mannlegan líkama nakinn og íull

x

Helgafell

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgafell
https://timarit.is/publication/1076

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.