Helgafell - 02.12.1943, Blaðsíða 62

Helgafell - 02.12.1943, Blaðsíða 62
Hús guðs handa fuglum KIRKJAN Á FJALLINU EFTIR GUNNAR GUNNARSSON Uggi Greipsson segir ævisögu sína í þessari miklu skáldsögu, — því að skáldsaga er það. Uggi þýðir hinn uggandi, það er uggandi og leitandi andi skáldsins. Bæði Uggi og Greip- ur eru gömul íslenzk nöfn. Reynsla Ugga er hin sama og Gunnars Gunn- arssonar, aðeins nokkru víðtækari og almennara gildis. Þess vegna eru meg- indrættirnir sjálfsævisaga Gunnars, en aldrei er gott að vita, hvar skáld- ið breytir til og eykur því við, sem hefur ekki beint komið fyrir hann sjálfan, heldur Ugga hans. Aukaper- sónur sögunnar munu margar vera svipaðar ákveðnum fyrirmyndum, en ekki allar, og vitanlega lúta þær í ritinu lögmáli skáldlistar, en ekki ævi- sagnaritunar. Uggi litli er hamingjubarn í fyrsta þriðjungi sögunnar. Þá er hann vík- ingur, sem siglt getur skipi sínu upp á himinhvolfið, um hrönnuð ský og heiðríkjuna eftir vild, og það er ein- hver ljúfasti lestur, sem ég veit, að fylgjast með drengnum þessi bernsku- ár. Sagt er frá með látlausri list, og tök skáldsins verða því fastari, sem lengra líður á bindið, hægt og óstöðv- andi dregur að því, sem verða vill, harmleiknum í lokin, — og loks stend- ur Uggi móðurlaus, en við honum tekur vonleysið, ,,Nótt og draumur”. Frá leik sínum að stráum í fyrstu æsku hefur Uggi þar farið langa leið reynslu sinnar. Merkilegasti þáttur verksins er Nótt og draumur, og kaflar þar munu verða taldir fremstir sinnar tegundar í bók- menntum okkar. Viðfangsefnið, það sem við blasir, er í stuttu máli að lýsa, hvernig Uggi vex upp úr harmi sínum og misskilningi umhverfisins og verður hinn næmlyndi, stórlund- aði unglingur, sem lætur í lok þessa þáttar í haf til að mannast í víkingu og verða að skáldi. 1 þessu bindi sér þess einnig mörg merki, að í Kirkj- unni á fjallinu ,,eins og lífinu sjálfu átti ekki að vera nein höfuðpersóna, enginn ,,þráður“. Hún átti að vera mynd af lífinu". (Ummæli G. G., Skip heiðríkjunnar 455). Enda er marg- breytni þessa þáttar undursamleg. Orð leikur á, að Gunnar sé oft lang- orður, en margur snjallur höfundur hefði þurft lengra mál en hann til að reyna að sýna þær myndir, sem Gunnar bregður þarna upp. Síðasti hlutinn, Óreyndur ferðalang- ur, gerist í Danmörku að mestu, og samtímis því sem þráðurinn verður bundnari við baráttu Ugga en fyrr, einhæfa höfundarbaráttu, sem þeir meta bezt, er hafa ratað í eitthvað svipað, leitar spurningin fastar og fast- ar á lesanda: Hvernig fer fyrir hon- um, hvernig endar þetta ? Áhrif þessa
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Helgafell

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgafell
https://timarit.is/publication/1076

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.