Helgafell - 02.12.1943, Side 62

Helgafell - 02.12.1943, Side 62
Hús guðs handa fuglum KIRKJAN Á FJALLINU EFTIR GUNNAR GUNNARSSON Uggi Greipsson segir ævisögu sína í þessari miklu skáldsögu, — því að skáldsaga er það. Uggi þýðir hinn uggandi, það er uggandi og leitandi andi skáldsins. Bæði Uggi og Greip- ur eru gömul íslenzk nöfn. Reynsla Ugga er hin sama og Gunnars Gunn- arssonar, aðeins nokkru víðtækari og almennara gildis. Þess vegna eru meg- indrættirnir sjálfsævisaga Gunnars, en aldrei er gott að vita, hvar skáld- ið breytir til og eykur því við, sem hefur ekki beint komið fyrir hann sjálfan, heldur Ugga hans. Aukaper- sónur sögunnar munu margar vera svipaðar ákveðnum fyrirmyndum, en ekki allar, og vitanlega lúta þær í ritinu lögmáli skáldlistar, en ekki ævi- sagnaritunar. Uggi litli er hamingjubarn í fyrsta þriðjungi sögunnar. Þá er hann vík- ingur, sem siglt getur skipi sínu upp á himinhvolfið, um hrönnuð ský og heiðríkjuna eftir vild, og það er ein- hver ljúfasti lestur, sem ég veit, að fylgjast með drengnum þessi bernsku- ár. Sagt er frá með látlausri list, og tök skáldsins verða því fastari, sem lengra líður á bindið, hægt og óstöðv- andi dregur að því, sem verða vill, harmleiknum í lokin, — og loks stend- ur Uggi móðurlaus, en við honum tekur vonleysið, ,,Nótt og draumur”. Frá leik sínum að stráum í fyrstu æsku hefur Uggi þar farið langa leið reynslu sinnar. Merkilegasti þáttur verksins er Nótt og draumur, og kaflar þar munu verða taldir fremstir sinnar tegundar í bók- menntum okkar. Viðfangsefnið, það sem við blasir, er í stuttu máli að lýsa, hvernig Uggi vex upp úr harmi sínum og misskilningi umhverfisins og verður hinn næmlyndi, stórlund- aði unglingur, sem lætur í lok þessa þáttar í haf til að mannast í víkingu og verða að skáldi. 1 þessu bindi sér þess einnig mörg merki, að í Kirkj- unni á fjallinu ,,eins og lífinu sjálfu átti ekki að vera nein höfuðpersóna, enginn ,,þráður“. Hún átti að vera mynd af lífinu". (Ummæli G. G., Skip heiðríkjunnar 455). Enda er marg- breytni þessa þáttar undursamleg. Orð leikur á, að Gunnar sé oft lang- orður, en margur snjallur höfundur hefði þurft lengra mál en hann til að reyna að sýna þær myndir, sem Gunnar bregður þarna upp. Síðasti hlutinn, Óreyndur ferðalang- ur, gerist í Danmörku að mestu, og samtímis því sem þráðurinn verður bundnari við baráttu Ugga en fyrr, einhæfa höfundarbaráttu, sem þeir meta bezt, er hafa ratað í eitthvað svipað, leitar spurningin fastar og fast- ar á lesanda: Hvernig fer fyrir hon- um, hvernig endar þetta ? Áhrif þessa

x

Helgafell

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgafell
https://timarit.is/publication/1076

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.