Helgafell - 02.12.1943, Blaðsíða 57

Helgafell - 02.12.1943, Blaðsíða 57
4 I L'ETTARA HJAL jyjtð þcssu liefti lýkur 2. árgangi Helgafells. Hefur það að þessu sinni, eins og stund- um áður, orðið síðbúnara en til stóð, og tjáir ekki að synja fyrir það, að einatt hefur geng- ið ver cn skyldi að halda upphaflega áætlun um útkomu tímaritsins. Liggja til þess ýmsar orsakir, sem hér verða ckki greindar, enda standa sumar þeirra í of nánu sambandi við afköst ritstjórnarinnar til þess, að hún fari að rekja þær að fyrra bragði. Hins vegar er tímaritinu skylt að biðja lesendur sína vel- virðingar á slíkum mistökum. Því er heldur ckki að leyna, að okkur, sem stöndum að útgáfu Helgafells, hefur oft og tíðum verið mikil raun að óstundvísi þess, og það er t. d. annað en gaman að eiga það sífelldlega á hættu að rekast á kaupendur, sem láta sér í léttu rúmi liggja, hvort þeir fá tímaritið í hendur einum mánuði fyrr eða síðar og hafa máske alls ekki veitt atliygli þeim drætti, sem á útkomu þess hefur orðið. Svo er þó fyrir að þakka, að við höfum miklu oftar notið þeirrar ánægju að hitta fyrir lesendur, sem gerzt hafa óþolinmóðir og gramir við okkur, þegar tímaritinu hefur seinkað úr hófi fram. Sumum hefur jafnvel talizt svo til, að með sama áframhaldi væri að því stefnt að gera Helgafell að ársfjórðungsriti, en af skiljanlegum ástæðum stendur mörgum stugg- ur af rcynslu þeirri, sem fengin er af slíkum tímaritum hér á landi hin síðari ár. — Nú hefur Helgafell tekið ferðaáætlun sína til nýrrar yfirvegunar og mun í 1. hefti næsta árgangs skýra frá því, hvernig það hyggst geta hagað útkomu sinni eftirleiðis. * if * N Að öðru leyti er fátt nýtt um framtíðar- áform Hclgafells að segja. Það hefur kostað kapps um að verða frjálslynt málgagn fyrit bókmenntir og önnur menningarmál eins og það setti sér í upphafi og vonar enn að njóta til þess samstarfs og aðstoðar ágætustu manna eins og það hefur gert fram að þessu. Þegar Hclgafell fór af stað fyrir tveim ártim var þess ennfremur getið, að það væri óháð og óbundið öllum stórnmálaflokkum, og svo cr enn. Hins vegar hefur það ckki haft neina löngun til þess að hliðra sér hjá að taka á- kveðnar afstöður í afdrifamiklum vandamál- um, þótt það byggist ekki við að láta lands- mál í venjulegri merkingu til sín taka. Nú hefur aftur á móti svo skipast, að grund- vallaratriði þeirra innanlandsmála, sem deilum valda í þjóðfélagi voru, snerta æ meir innsta kjarna þeina viðfangsefna, sem kallað hafa önnur og stærri ríki til vopnaðrar baráttu á undangengnum árum. Einnig vor á meðal ÓTTINN VIÐ hei™mfnning- FRJÁLSA HUGSUN m ^ hfl sinU' °g se það rett, sem oss hefur verið innrætt frá blautu barnsbeini, að andlegt frelsi sé lífsskilyrði hennar, má ef til vill segja, að hún eigi sem stendur í vök að verjast. Á íslandi hefur óttinn við frjálsa hugsun aldrei verið átakanlegri en á því ári, sem nú er að kveðja, og Helgafell telur sér sæmd að því að hafa gert sitt dl að vekja gremju meðal þeirra lciðsögumanna þjóðar- innar, sem játa skoðanakúgun og ofbeldi holl- ustu sína, samtímis því sem aðrar þjóðir út- hella blóði sínu í baráttunni fyrir andlegu frelsi, sínu og annarra. Raunar gleymum vér því þráfaldlcga, að sú barátta er einnig háð
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Helgafell

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgafell
https://timarit.is/publication/1076

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.