Helgafell - 02.12.1943, Blaðsíða 77

Helgafell - 02.12.1943, Blaðsíða 77
BÓKMENNTIR 459 grœðgi og alls konar nautnagirndir fylgdu hon- um alla ævi. Þegar hann kom frá Ameríku hafði hann með sér frillu sína, fráskilda frú, sem hann, kaþólskur biskup, siðar kvæntist lög- lega! Nú var stjarna Napóleons tekin að hefjast, og Talleyrand var fljótur að sjá, hvað bjó £ hin- um unga manni. Þeir hittust og urðu hrifnir hvor af öðrum. Talleyrand gerðist svo utanrík- isráðherra Napóleons, og meðan samvinna þeirra hélzt gekk Napóleoni allt til heilla, og er það ekki sízt þakkað hinni snilldarlegu stjórn Tall- eyrands á utanríkismálunum. Enda þótt Talleyrand væri trúnaðarmaður herkeisarans mikla, þá var hann þó í rauninni friðarvinur. Honum fannst það heimska að eyða fé og mannslífum £ ónauðsynlegar herferðir, enda vann hann alla sina sigra við samninga- borðið, en ekki á v£gvöllunum. En samvinna þessara miklu manna gat ekki haldizt til lengdar. Milli þeirra varð fyrst á- greiningur um afstöðuna til stórvelda álfunnar. Talleyrand hafði lengi vel enga trú á samvinnu Frakka og Rússa, sem Napójeon stefndi að. Þó með þvf móti, að Rússar yrðu bandamenn hans og hálfgerðir þegnar. Þá vildi hann heldur eiga vingott við Austurríki, þegar auðsætt var, að ekki varð náð friði við England. Eftir Austerlitz varaði Talleyrand Napóleon við að eyðileggja Austurríki og benti honum á hættuna, er stafaði af Rússum og Prússum, er Frakkland stæði einmana og vinalaust i álfunni. Keisarinn vildi ekki hlusta á þessa tillögu og striðin komu. Hamingjan fylgdi enn hersveitum Napóleons, og eftir sigrana var haldinn hinn mikli fundur £ Erfurt, þar sem flest stórmenni af meginlandi álfunnar var samankomið. Þá stóð stjarna Napó- leons hæst, en þó var farið að draga upp bliku á lofti. Spánarmálin, sem seinna ollu falli Napóleons, voru frá öndverðu mikið áhyggjuefni fyrir Tall- eyrand. Hann þrábað keisarann um að hætta rikinu ekki £ styrjöld á Spáni, og þegar Napó- leon gerði sambandið £ Tilsit við Alexander Rússakeisara varð Talleyrand að skipta um tryggðir. Hann lét af störfum 1807 sem utanríkisráð- herra, en hélt þó miklum völdum og áhrifum. Hann sá þegar, að Rússar voru ótryggir banda- menn, sem mundu bregðast við fyrsta tækifæri, og innrásin á Spán var glapræði. Hann taldi þvf lífsnauðsyn fyrir Frakkland að fella keisar- ann frá völdum, og £ stað þess að hafa hingað til verið bezti þjónn Napóleons gerðist hann nú skæðasti óvinur hans. Á fundinum £ Erfurt átti Talleyrand leyni- fund við Alexander og sýndi honum fram á, að veldi Napóleons væri farið að hnigna og hvatti Rússakeisara til þess að vígbúast, en fara sér þó að engu ótt, og forðast að vekja nokkurn grun hjá Napóleoni. Hinn rétti tími mundi koma áður en á löngu liði. Þetta voru svik við Napóleon, en Talleyrand sagði, að keisarinn hefði fyrst svikið sig. Sam- vinna Talleyrands og Alexanders varð svo Napó- leoni að falli og hafði hin víðtækustu áhrif fyrii heiminn. Eftir fall Napóleons var vegur Talleyrands sem mestur. Hann réð þvi, að Bourbonættin kom aftur til rikis £ Frakklandi, og á Vínar- fundinum vann hann mikinn stjórnmálalegan sigur, en dýrð hans stóð ekki lengi. Orð Napóleons: „Talleyrand hefur svikið mig, og honum mun hefnast fyrir svikin“, reyndust rétt, eins og svo margt, sem keisarinn sagði. Talleyrand bjóst við þvi, að hann mundi geta ráðið öllu hjá konungi, enda var hann sem vænta mátti gerður að forsætisráðherra. En Loð- vik 18. stóð ótti af honum, og ættmenn kon- ungs hötuðu hann sem stjórnarbyltingar- mann, og eftir skamma stund hrökklaðist hann úr völdum, en hélt þó ýmsum vegtyllum. Það er svo sem ekki að efa, að Talleyrand hefur unað illa þessari meðferð, enda fór hann brátt að gerast konungi ótryggur. Hann fór hægt að öllu, hafði sambönd við fjölda merkra manna, vissi um allt, sem gerðist, og sá betur en nokkur annar, að ekki mundi verða svo ýkja langt að blða næstu byltingar. í höllum Tailev- rands var mikið um veizlur og samkvæmi. Þangað safnaðist það, sem menntaðast var og glæsilegast £ Frakklandi, og húsbóndinn vakti almenna aðdáun fyrir gáfur sinar, lær- dóm og glæsimennsku. Smátt og smátt fór að bera meira á andstöðu hans gegn kon- ungsvaldinu, og eftir að Karl 10. kom til valda 1824 gaf Tajleyrand upp alla von um, að Bourbonættin gæti haldið völdum £ Frakk- landi. Konungur og stjórn hans gerðu hvert ax- arskaftið á fætur öðru, unz byltingin í júli 1830 hratt Bourbonum burt af veldisstóli Frakk- lands um aldur og ævi. Taleyrand var ekki lengi að átta sig á hlut- unum. Hann réði þvl, að Loðvík Filippus af Orleans var gerður að konungi og gekk þegar ! þjónustu hans. Nú hlaut hann starf, sem var við
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Helgafell

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgafell
https://timarit.is/publication/1076

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.