Helgafell - 02.12.1943, Blaðsíða 34
416
HELGAFELL
málinu undir gerðardóm, svo sem sambandslögin Keimila báðum aðiljum.
Hver eiga að verða ,,rök Islendinga” fyrir þeim dómi ?
Hafa hraðskilnaðarmenn eða ríkisstjórnin kannað Kug Bretastjórnar um
þetta mál ? Árið 1941 kölluðu Bretar það hið mesta óráð, að við legðum
út í hraðskilnað!
Sjá hinir framsýnu og margfróðu hraðskilnaðarmenn, hvernig ástandið
verður í Evrópu, og þó einkanlega á Norðurlöndum, um vordaga 1944? Á
þeim háskalegu tímum, sem við lifum, virðist það gert af mikilli léttúð að
dagsetja stórviðburði fram í tímann. En til eru þeir hraðskilnaðarmenn, sem
eigi munu þykjast vanbúnir að svara þeirri spurningu!
Geta hraðskilnaðarmenn ekki hugsað sér, að ofsapólitík þeirra leiði til
þess, að bæði Norðurlandaþjóðir, Bretar og Bandaríkjamenn taki að veita
málefnum vorum nánari gætur en hingað til ? Hvað mundi blasa við augum
útlendra manna, sem kæmu hingað til þess að rannsaka ástandið í heild
sinni ? — Alþingi, þar sem fjórir pólitískir flokkar eiga að gegna þingstörfum,
en hafa í þess stað vanað þingið, svo að það getur ekki getið af sér ríkisstjórn.
Ríkisstjórn, sem Alþingi hefur vanað, — í einskonar hefndarskyni, að því
er virðist, — svo að þeir nýtu menn, sem skipa hana, geta ekki notið sín
nema að mjög litlu leyti. Dýrtíðarstórflóð, sem landsmenn hafa hvorki haft
mátt né menningu til þess að hafa nokkurn hemil á, svo nú telja hinir vitrustu
menn, að öllum atvinnumálum og fjárhagsmálum sé teflt í lífsháska. Stétta-
rígur, sem stundum verður að fullkomnu stéttahatri, sem sumir hinna fölskva-
lausustu föðurlandsvina (þ. e. hraðskilnaðarmenn) virðast heldur vilja glæða
en svæfa o. s. frv.
Ógöngur þær, sem við erum komnir í, eru þess eðlis, að æskilegt er, að
menningarþjóðum þeim, sem standa oss næst, sé sem fæst kunnugt um þær.
Sæmd okkar verður á mest, ef sem allra fæstir þekkja okkur. En engin leið
er vissari en hraðskilnaðarleiðin til til þess að kasta háskalega björtu ljósi yfir
það ófremdarástand, sem nú ríkir á Islandi.
Skrifað síðast í nóvember 1943.
Árm Pálsson.