Helgafell - 02.12.1943, Blaðsíða 78
460
HELGAFELL
hans hæfi. Hann var gerÖur að sendiherra í
London og leysti þaÖ starf svo vej af hendi,
að full vinátta hófst milli Frakka og Englend-
inga. Þessar þjóðir, sem höfðu borizt á bana-
spjót síðan á miðöldum, hafa varðveitt frið sín
á milli allt frá þessari sendiför Talleyrands.
Svo haldgott reyndist starf hans, og nú er þó
komið á aðra öld síðan hann kom til London
í seinna skiptið, og margvíslegar hafa breyt-
ingarnar orðið á þessum tíma á stjórnarfari
Frakklands.
Nú fóru að nálgast ævilok hins mikla stjórn-
vitrings. Hann var kominn um áttrætt og lagði
því niður embætti, enda þótt honum væri nauð-
ugt að hverfa burt af leiksviði stjórnmálanna.
Það hefur verið sagt um Talleyrand, að hann
hafi svikið flesta lánardrottna sfna og samstarfs-
menn, en eitt ber öllum saman um, að föður-
land sitt sveik hann aldrei. Velferð Frakklands
var honum fyrir öllu.
Vegna kvonfangsins og margra annarra or-
saka komst Talleyrand auðvitað í beina and-
stöðu við kaþólsku kirkjuna og var útskúfað
þaðan, en þegar hann fann dauðann nálgast
fór hann að hugsa um, að það mundi vera
heppilegt fyrir eftirmæjið að sættast við kirkj-
una. Hinn gamli samningamaður vildi hafa allt
í lagi, er hann skildi við heiminn. Þó veitti
honum erfitt að hreyfa þessu máli, en þá komu
ástvinir hans til skjalanna, og fyrir milligöngu
þeirra skrifaði hann undir yfirlýsingu um, ,,að
hann dæi í hinni postullegu, rómversk-kaþólsku
kirkju", þar með fékk hann blessun kirkjunn-
ar. Skömmu síðar var hann Játinn.
Fáir menn hafa hlotið misjafnari dóma en
Talleyrand. En um það eru allir sammála, að
vitsmunir hans voru óviðjafnanlegir. Hann var
orðinn lærður maður, enda var ævin löng, og I
viðkynningu var hann töfrandi skemmtilegur,
að minnsta kosti þegar hann vildi. Þrátt fyrir
öll sín pólitísku hamskipti, átti hann marga
trygga vini og reyndist þeim vel.
Bókin er fjörlega þýdd, en þó nokkuð hroð-
virknisleg með köflum, og prófarkajestur gæti
verið betri.
Ytri frágangur er hinn prýðilegasti.
HaUgrímur Hallgrímsson.
Gína Kaus: KATRÍN MIKLA. Frey-
steinn Gunnarsson þýddi. H.F. Leiftur.
Reykjavík 1943.
Þetta er merkileg bók um merkilega konu.
Það er ekki sjaldgæft í sögunni, að konur hafi
ráðið ríkjum, en mjög sjaldan hafa þær reynzt
skörungar í stjórnarstörfum. Það eru raunar
aðeins tvær drottningar á síðari öldum, sem sér-
staklega hafa skarað fram úr. Þær Elísabet
Englandsdrottning og Katrín önnur. En þær
voru harla ólíkar. Elfsabet var af gamalli kon-
ungaætt og enskust allra Englendinga. Katrín
var ekki einu sinni rússnesk, heldur komin af
fátækri og ómerkilegri þýzkri smáfurstaætt.
Höfundur skýrir fyrst frá ætt og uppeldi
Katrínar, (hún hét eiginlega Soffía Ágústa, áð-
ur en hún tók grísk-kaþólska trú), og hversu
stjórnmálaflækjur urðu þess valdandi, að hún,
sennilega gegn vilja sínum, giftist ríkiserfingja
Rússlands, er síðar varð Pétur keisari þriðji. Það
var Friðrik annar Prússakonungur, sem mest
gekkst fyrir því að koma þessari giftingu á,
hann bjóst við, að með því mundi hann tryggja
sér vináttu Rússlands, en þar reiknaði hinn
mikji maður rangt. Honum kom ekki til hug-
ar, að þessi unglingsstúlka mundi verða keppi-
nautur hans og skæður óvinur.
Hjónaband Katrínar var hamingjusnautt,
enda var lítið í Pétur spunnið. Þegar hann varð
keisari réði hann ekki við neitt, en áhrif og álit
drottningar fór sífellt vaxandi, enda skorti hana
ekki ráðríki og metorðagirnd. Loks kom þar að,
að hún lét hrinda keisara frá völdum, og
skömmu síðar var hann drepinn, ef til vill að
undirlagi konu sinnar.
Nú stóð Katrín við hið langþráða takmark.
Hún var 33 ára að aldri, er hún var viður-
kennd sem drottning yfir öllum Rússum og í
rauninni algerlega einvöld. Hún var ólgandi af
áhuga og skorti hvorki vit né vilja til þess
að koma áhugamálum sínum í framkvæmd, og
snemma bar á því, að hún var óbundin öllum
siðferðislögum. Hún viðurkenndi engin lög nema
sinn eigin vilja.
Þá rekur höfundur starf drottningar, sem var
tvíþætt. Hún vildi veita menningarstraumum frá
Vestur-Evrópu inn yfir Rússland, og hún vildi
stækka ríkið og auka vald þess út á við.
Katrín hafði Jítillar menntunar notið í æsku,
en með óþreytandi iðni aflaði hún sér með tím-
anum mikillar þekkingar. Hún varð einkum fyr-
ir áhrifum frá frönsku upplýsingarstefnunni og
skrifaðist á við ýmsa helztu foringja hennar.
Sumir þeirra voru enda gestir hennar í Rúss-
landi.
Þetta hafði þó sína annmarka. Rússneska yfir-
stéttin varð fransk-menntuð og harla óþjóðleg.
Aðallinn, sem kunni illa einveldi keisarans, fór
smátt og smátt að setjast að í París og hirti