Helgafell - 01.10.1953, Síða 4

Helgafell - 01.10.1953, Síða 4
2 HELGAFELL tónlistar liafa getað fylkt sér um, harðvítugur baráttumaður fyrir hverju framfaramáli og hatrammur fjandmaður kotungsháttarins í hvaða mynd sem hann birtist, en þó hófsamur, samvinnuþýður og sanngjarn. Saga hans er jafnframt saga tónlistarinnar á Islandi þetta árabil, saga barátt- unnar fyrir borgararctti til handa þessari drottningu listanna í íslenzku samfólagi, saga þróunarinnar frá algerum frumbýlingshætti og sárustu fátækt til þeirra bjargálna, að íslenzkt tónlistarlíf mun nú, þegar alls er gætt, meea heita sambærilegt í flestum greinum við það sem gerist með öðrum menningarþjóðum. Aðeins á örfáum stöðum öðrum á jarðarkringl- unni hefur svipuð þróun orðið með svo ævintýralegum hraða, og hvergi við áþekk skilyrði. Þessi saga hefur ekki gerzt átakalaust. Oft hefur reynt á áræði for- vígismannanna til framtaks og dáða, þolgæði þeirra í viðureign við lág- kúruhátt og þröngsýni, ratvísi þeirra gegn um gerningaþoku heimóttar- skapar og nesjamennsku. Allt hefur þetta mætt mest á Páli. Hann hef- ur sjálfur haft forystu um flest þau framfaramál sem merkust hafa orðið í íslenzku tónlistarlífi, og þegar illa hefur þótt horfa um framgang ann- arra góðra mála, hefur jafnan verið leitað til hans um fulltingi. Liðveizla hans hefur þá ekki brugðizt, og oftast riðið baggamuninn. Það vekur athygli þeirra, sem kynnast Páli náið, hversu tíðrætt hon- um verður um æskustöðvar sínar austanfjalls, og hve mjög hugur hans stendur jafnan til þeirra. Mun hann og vitja átthaga sinna oftar en flestir menn aðrir, sem líkar aðstæður hafa. Það þykjumst við finna, sem umgöngumst Pál dáglega, að hann konn jafnan úr þeim ferðum hress og endurnærður, skyggnari en áður að yfirsýn um menn og málefni, víg- reifur og sókndjarfur. Á þessum slóðum munu og mörg tónverk Páls fyrst hafa skotið rótum í huga hans. Sá, sem nýtur fylgdar og leiðsagnar Páls um þessar stöðvar, verður þess fljótt var, að kennileiti öll í nágrenninu eru honum að vísu kær og gamalkunn, en þó er það fjallasýnin glæsta til landsins og hafið á aðra hönd, sem einkum heillar hann. Slík fjarskyggm er mikilsverður eigin- leiki, og nauðsynlegur forystumönnum á hvaða sviði sem er. Sú gæfa hef- ur líka alltaf fylgt Páli, að þótt hann sýni jafnan fyllstu samúð og virð- ingu hverjum sinna minnstu bræðra í listinni og meti nukils alla heiðar- lega viðleitni á þeim vettvangi, hversu lítilsigld sem hún kann að vera, þá hefur hann aldrei gert þúfurnar og móabörðin í íslenzku menningar- lífi að leiðarmerkjum í starfi sínu, heldur valið hærri takmörk, þótt fjar- læg virtust lengst af og torsótt. Þess vegna hefur forysta hans í íslenzk-
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116

x

Helgafell

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgafell
https://timarit.is/publication/1076

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.