Helgafell - 01.10.1953, Qupperneq 5
PÁLL ÍSÓLFSSON
3
um tónlistarmálum undanfarna þrjá áratugi orðið svo farsæl sem raun
ber vitni
Páll Isólfsson er fæddur að Símonarhúsum á Stokkseyri 12. október
1903. Að honum stendur ein mesta ættkvísl tónlistarmanna sem um
getur á þessu landi, hin svonefnda Bergs-ætt, kennd við Berg hreppstjóra
Sturlaugsson að Brattsholti í Flóa. Foreldrar Páls voru Isólfur Pálsson org-
anleikari og tónskáld og kona hans, Þuríður Bjarnadóttir.
ísólfur var einn hinn snjallasti alþýðulagahöfundur sinnar kynslóð-
ar og hefði vafalaust orðið ágætt tónskáld, ef hann hefði notið mennt-
unar til þess, og hæfileikar hans fengið að þroskast. Hann var einnig vel
skáldmæltut. Meðal bræðra ísólfs voru Bjarni organleikari og tónskáld
1 Götu á Stokkseyri, faðir Friðriks tónskálds í Hafnarfirðt, og Jón Páls-
s°n, lengi organleikari á Eyrarbakka og síðast bankaféhirðir í Reykjavík.
Þessir bræður voru fjórmenningar við Sigfús Einarsson tónskáld, og ýms-
lr fleiri þessara ættmanna hafa orðið þjóðkunnir fyrir tónlistarstörf sín
°g afskiptt af þeim málum, þótt ekki sóu þeir taldir hér.
Páll ólst upp með foreldrum sínum á Stokkseyri, þar til ánð 1909,
að hann fluttist til Reykjavíkur til Jóns, föðurbróður síns, og var Páll á
bans vegum nokkur næstu ár. Nokkru síðar lagði Isólfur þó frá sér ár og
amboð, sem verið höfðu lífsbjargartæki stórrar fjölskyldu hans þar eystra
°g lagði eftir það stund á hljóðfærasmíð og viðgerðir í Reykjavík. En Páli
var komið til náms í prentiðn í prentsmiðju Davids Östlund, og var
ætlunin að hann yrði nótnasetjari. Að þessu starfaði hann þó ekki nema
eitt ar. Þá réðst það 1913, að hann skyldi fara utan með tilstyrk Jóns
Pálssonar til náms í organleik, og höguðu atvilan því þannig, að ferð-
mni var heitið til Leipzig, sem þá hafði lengi verið ein mesta tónlistar-
borg Evrópu.
Það hefur verið gæfa íslendinga frá fyrstu tíð -— og líklega allra
þjóða —- að til hafa venð menn, sem hafa haft kjark til að tefla stund-
um a tæpt vað, dirfsku til að ýta úr vör þótt ekki væru höfin kortlögð
nc Vlssa um örugga höfn á leiðarenda. Án slíkra manna hefðu fá afrek
Xci'ð unnin í veraldarsögunni og engin lönd numin.
Þegar Páll ísóllfsson lagði upp í námsför sína til Þýzkalands, lítt
niælandi a þýzka tungu og raunar að ýmsu leyti illa undir ferðina bú-
lnn’ þa voru slík ferðalög íslenzkra unglinga stórum fátíðan og með meiri
svintýrablæ en nú er orðið. En þeir, sem Iögðu leið sína utan til náms, fóru
‘ n&Þestir til Kaupmannahafnar, sem þá mátti enn teljast sameiginleg