Helgafell - 01.10.1953, Side 7

Helgafell - 01.10.1953, Side 7
PALL ÍSOLFSSON 5 Svo óvíst sem var um þetta ferðalag allt, var þó enn óvissara um það, hvað við tæki að náminu loknu. Starfsvettvangur tónlistarmanna var þá enn næsta þröngur hér á landi: organleikur við guðsþjónustur og jarðarfaur, söngkennsla í almennum skólum, nokkrir kórar. Ekki mun Páll, þegar hann fór að heiman, hafa haft glögga hug- mynd um hvað mundi bíða hans í Tónlistarskólanum í Leipzig. En hann var fyrirfram ákveðinn í því að koma sér þar undir handleiðslu dr. Karls Straube, sem var um þessar mundir og lengi síðan frægasti organleikari Þýzkalands. Þetta tókst von bráðar, og var þess þá skammt að bíða, að framfarirnar gerðu vart við sig, enda sótti Páll námið af mesta kappi. Aht dr. Straube á hæfileikum og kunnáttu hans kom skýrast frarn í þvi, að árið 1917 valdi dr. Straube Pál úr fjölmennum nemenda- Inópi sínum til þess að vera sér til aðstoðar við organleikarastarfið í Tóm- asar-kirkjunni í Leipzig. Var Páll aðalaðstoðarmaður dr. Straube í tvö ar> og staðgengill hans, meðan hann gegndi herþjónustu í lok heims- styrjaldannnar. Staða organleikara í Tómasar-kirkjunni er ein mesta virð- mgarstaða sinnar tegundar í öllu Þýzkalandi, enda sat í henni á sínum tinia sjálfur konungur orgeltónlistarinnar, Joh. Seb. Bach. Er því ljóst, að hinum unga Islendingi var mikill heiður sýndur, er hann valdist til þessa starfs. Á námsárum sínum var Páll jafnan hér heima á sumrum og hélt þá oft orgeltónleika í dómkirkjunni. Þessir tónleikar heyrðu til stórvið- burða í ísienzku tónlistarlífi á sinni tíð, enda alger nýlunda og hún ekki af lakara tagi. Góðir tónleikar yfirleitt voru í þá daga sjaldgæfur hlutur, °g að heyra hin voldugu orgelverk Bachs og annarra stórsnillinga flutt bér í fyrsta sinn og það af ungum íslenzkum listamanni, sem hlotið bafði uppeldi sitt hjá eftirmanm Bachs og á orgelbekk meistarans sjálfs, ef svo mætti segja, varð ógleymanleg opinberun þeim sem þess nutu. Páh mundi hafa reynzt auðvelt, að námi loknu, að tryggja sér góð- ai stöður við sitt hæfi erlendis, og mun honum hafa staðið slíkt til boða. bá hefði og legið beint við fyrir hann að gerast „umreisandi virtuós“. bo hvonigt þetta freistaði hans. Heldur kaus hann að taka upp barátt- Una ber heima, þótt hér væri í rauninni að engu að hverfa, nema óþrjót- andi verkefnum á öllum sviðum vaknandi tónlistarlífs. Það verður ekki bæði haft og sparað. Enginn mundi nú vilja óska þess að neitt væri óunnið af þeim margvíslegu störfum, sem Páll hefur ^eyst af hendi hér heima. Þó mun margur harma það, að hann skuli e ki hafa getað gefið sig að tónleikahaldi meir en orðið hefur, slíkur
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Helgafell

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgafell
https://timarit.is/publication/1076

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.