Helgafell - 01.10.1953, Blaðsíða 15

Helgafell - 01.10.1953, Blaðsíða 15
Ljóð og lag Sú hefur löngum verið skoðun manna, að mjög erfitt væri að skilja kvæði fornskáldanna íslenzku og að það væri aðeins á færi lærðra mál- fræðinga að taka saman vísur og skýra efni þeirra. Þessi skoðun á nokkurn rétt á sér, en orsökin er að'allega sú, að kvæði þessi hafa orðið fyrir margs- konar misþyrmingu af þeim, er skrásettu þau. Ritararnir hafa margir verið lítt menntaðir menn, er misskildu frumtextann, er þeir rituðu eftir, og hafa ekki haft þá þekkingu til brunns að bera á eðli íslenzks skáldskapar í forn- öld, er nauðsynleg var. Er þar einkum um svonefnd heiti og kennincjar að ræða. Heitin eru aðeins skáldleg orð, sem notuð eru í stað hversdagsorða, eins og t. d. er orusta er nefnd hjaldr, rimma, snerra, jara, menn eru nefndir bragnar, greppar, gotnar, konungur er nefndur hildingr, harri, fylkir, jöfurr. Kenningar eru samlíkingar, eins og þegar sólin er nefnd álfröðull, himinn- inn nefndur mána fold, höfuðið er nefnt rýnnis reið eða hjálma klettur, eyrað hlustamunnur, augað ennis innmáni, skjöldur er nefndur Óðins hurð, orusta Gunnar veður, brynju él, hrafns víns hregg, branda gnýr o. s. frv. En auk þess að kunna skil á öllum heitum í fornu máli, en þau munu vera nálægt 2000, og öllum kenningum, er nauðsynlegt að þekkja ítarlega forn- íslenzkar og germanskar goðsagnir, eins og vér kynnumst þeim í ritum Snorra og annarra höfunda. Má segja, að þetta sé ærið viðfangsefni, en bót er í máli, að fjöldi rita og ýmsar handbækur hafa verið samdar um þessi efni, eins og rit Meissners „Die ICenningar der Skalden“ og Iæxicon Poeticum Sveinbjarnar Egilssonar, er Finnur Jónsson síðar endurbætti og gaf út. Þá er og nauðsynleg þekking í bragfræði, setningarfræði og setn- ingarlagi og hefur hið síðastnefnda verið mjög vanrækt af fræðimönnum. Fyrir allmörgum árurn kom út rit eftir Þjóðverjann Konstantin Reichardt um íslenzk skáld 9. og 10. aldar og sýndi hann fram á, að í kvæðum forn- skáldanna væri yfirgnæfandi meirihluti allra setninga eða setningarhluta 1 eeðlilegri röð eða því sem næst, eins og t. d.: Mjök erumk tregt tungu at hræra með loptvætt ljóðpundara,
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Helgafell

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgafell
https://timarit.is/publication/1076

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.