Helgafell - 01.10.1953, Side 15
Ljóð og lag
Sú hefur löngum verið skoðun manna, að mjög erfitt væri að skilja
kvæði fornskáldanna íslenzku og að það væri aðeins á færi lærðra mál-
fræðinga að taka saman vísur og skýra efni þeirra. Þessi skoðun á nokkurn
rétt á sér, en orsökin er að'allega sú, að kvæði þessi hafa orðið fyrir margs-
konar misþyrmingu af þeim, er skrásettu þau. Ritararnir hafa margir verið
lítt menntaðir menn, er misskildu frumtextann, er þeir rituðu eftir, og hafa
ekki haft þá þekkingu til brunns að bera á eðli íslenzks skáldskapar í forn-
öld, er nauðsynleg var. Er þar einkum um svonefnd heiti og kennincjar að
ræða. Heitin eru aðeins skáldleg orð, sem notuð eru í stað hversdagsorða,
eins og t. d. er orusta er nefnd hjaldr, rimma, snerra, jara, menn eru nefndir
bragnar, greppar, gotnar, konungur er nefndur hildingr, harri, fylkir, jöfurr.
Kenningar eru samlíkingar, eins og þegar sólin er nefnd álfröðull, himinn-
inn nefndur mána fold, höfuðið er nefnt rýnnis reið eða hjálma klettur,
eyrað hlustamunnur, augað ennis innmáni, skjöldur er nefndur Óðins hurð,
orusta Gunnar veður, brynju él, hrafns víns hregg, branda gnýr o. s. frv.
En auk þess að kunna skil á öllum heitum í fornu máli, en þau munu vera
nálægt 2000, og öllum kenningum, er nauðsynlegt að þekkja ítarlega forn-
íslenzkar og germanskar goðsagnir, eins og vér kynnumst þeim í ritum
Snorra og annarra höfunda. Má segja, að þetta sé ærið viðfangsefni, en
bót er í máli, að fjöldi rita og ýmsar handbækur hafa verið samdar um
þessi efni, eins og rit Meissners „Die ICenningar der Skalden“ og Iæxicon
Poeticum Sveinbjarnar Egilssonar, er Finnur Jónsson síðar endurbætti og
gaf út. Þá er og nauðsynleg þekking í bragfræði, setningarfræði og setn-
ingarlagi og hefur hið síðastnefnda verið mjög vanrækt af fræðimönnum.
Fyrir allmörgum árurn kom út rit eftir Þjóðverjann Konstantin Reichardt
um íslenzk skáld 9. og 10. aldar og sýndi hann fram á, að í kvæðum forn-
skáldanna væri yfirgnæfandi meirihluti allra setninga eða setningarhluta
1 eeðlilegri röð eða því sem næst, eins og t. d.:
Mjök erumk tregt
tungu at hræra
með loptvætt
ljóðpundara,