Helgafell - 01.10.1953, Síða 16
14
HELGAFELL
esat vænligt
of Viðurs þýfi,
né hógdrægt
úr hugarfylgsnum.
Annað' einkenni setninga er það, sem Reichardt nefnir Satzverschling-
ung og nefna mætti samvafning eða samofna setningarhluta, eins og t. d.
í Velleklu Einars Helgasonar skálaglannns:
Hljóta munk, né hlítik,
Hertýs, of þat frýju,
fyr örþeysi at ausa
austr víngnóðar flausta,
sem talca ber saman: munk hljóta at ausa austr Hertýs víngnóðar fyr ör-
þeysi flausta — né hlítik of þat frýju. I vísu þessari eru tveir setninga-
hlutar flýttaðir saman. Annað dæmi mætti nefna:
Hirðat, handar girðis
Hlín, (sof hjá ver þínum),
fátt kannt, í mun manni,
minna frama, at vinna —
(fyrri hluti lausavísu eftir Kormák): hirðat, handar girðis Hlín, at vinna
í inun manni — kannt fátt minna frama (sof hjá ver þínum) — [hirð ekki,
kona, að vinna eftir ósk minni — þú skilur ekki, hvað eykur frama minn
(sof hjá þanni þínum)]. Hér eru einnig tveir setningalilutar ofnir saman
og að auki innskotssetning (sof hjá ver þínum), sem er algengt í fornnm
skáldskap. En þessir samvafningar eða samofnu setningahlutar eru tiltölu-
lega fáir og eru t. d. hjá Goþþormi sindra aðeins 7% og Eyvindi skálda-
spilli 11% af öllum setningum í kveðskap þeirra.
Fornskáldin höfðu á valdi sínu ítarlega þekking á goðafræði, heitum
og kenningum og öllum bragi-eglum og skeikar sjaldan.
Það er t. d. augljóst, að í lausavísu Þormóðs Kolbrúnarskálds er rang-
lega skýrt orðið hugdyrsts í þessari vísu:
Betr lézk beita skutli,
Baldr hælir því skjaldar,
— þollr hleypr hart of hellur
hlunnjós — an vér kunna;
görr mank hitt, hveim harri
hugdyrsts skipar fyrstum
— veitti oss, sás átti,
orms torg — í skjaldborgu.