Helgafell - 01.10.1953, Page 29
„ENN ER VÍGLJOST, SVEINAR"
27
„vígljóst“, en ekki deyí'ð ljós og ástríðumolla ríkjandi, sem feyskir stofn-
ana ungu, enda þarf æskulýðurinn á að halda betri hitavörnum, er á móti
khes í harðviðrasömu landi. Það er satt, að gott er að vera ungur í ónumdu
landi. En hin óleystu verkefni eru því aðeins gæfa æskulýðnum, að upp-
eldi hans miðist við það, að leysa þau og að skemmtanalíf hans fyrirbyggi
ekki né fjarlægi hann þeirri lífsnautn, að sækja á brattann íslenzkra stað-
hátta og lífskjara.
Vér verðum að gæta þess, að einungis eigin varnir og verðleikar fá bjarg-
að oss, því að hvað sem styrjöld líður og hervörnum, er lífsbarátta vor
engin sæld án þrautar. Það er sanngjarnt, að vér, sem nú lifum, skuldbind-
iun að nokkru afkomendur vora vegna þess risaátaks, sem nú er hafið, að
hagnýta auðlindir landsins, ef verða mætti að tæknin skapaði oss menn-
ingarh'f á borð við það, er bezt gerist með öðrum þjóðum. En oss má
aldrei gleymast eigin vandinn, og ekki megum vér leggja of þungar byrðar
á afkomendur vora, en það gerum vér, ef vér viljum alheimta daglaun
kvöld hvert. Án hugarfars sáðmannsins, er bíður annars vegar rólegur upp-
skerunnar, en starfar hins vegar án afláts að sáningunni, verður ekki búið
i þessu landi. Stundarhagurinn getur aldrei orðið leiðarljós vort, ef vel á
að fara.
Einvaldskonungarnir dönsku létu fram fara manntöl og margs konar
n'at jarða og landsnytja til þess að komast að raun um, hve „Danmarks
spisekammer“, ísland, gæti lagt á borð þeirra.
Vér þurfum að rannsaka sem bezt, hvar vér stöndum og hversu vér
hium fullnægt framfarahungrinu og uppbyggingunni án tjóns fyrir sjálfa
°ss og afkomendurna. Vér þurfum að athuga, hve „hjálpin“ má vera mikil
eriendis frá, bein eða óbein, að vér fáum goldið hana án skerðingar á yfir-
i’aðum yfir landi voru. Löngun einstakra manna í meira fjármunalegt oln-
hogarýrni en eðlilegt íslenzkt atvinnulíf skapar leiðir til, ef betur er að
8'sett, skerðingar á sæmd vorri og tilverumöguleikum, verður að gera út-
lasga.
Maður, sem lengi hefur verið svangur, verður að gæta hófs, er úr raknar
fyrir honum. Þjóðin verður að hafa tök á, að „melta“ þau gæði, er henni
herast og tileinka sér þau. Fugl eða flugvél hefur sig ekki að jafnaði lóð-
rétt til flugs.
Adlai E. Stevenson, frambjóðandi demokrata í síðustu forsetakosn-
uigum í Bandaríkjunum, talar í framboðsræðum sínum, sem gefnar hafa
verið út nýlega, um það lýð'skrum stjórnmálamannanna, að lofa öllum öllu.
I^að er hæpið fyrir oss að hyggja á áframhaldandi búsetu í þessu landi, ef
Ver ætlum að eflá með oss þann lmgsunarhátt, að ganga ávallt á mála hjá
hæstbjóðanda. Dýpri hvatir og varanlegri þurfa að binda oss við landið
°g nienninguna.
I hita innanlandsbaráttunnar köllum vér stundum liver annan land-
láðamarm. Sem betur fer höfum vér átt þá fáa og það, þótt leitað' sé til
hinnar alræmdu Sturlungaaldar. En oss er vant foringja, sem Jóns Sigurðs-