Helgafell - 01.10.1953, Blaðsíða 30
28
HELGAFELL
sonar og Benedikts Sveinssonar, er völdu góðu baráttuna, þá er útheiinti
að vígljóst væri hið' innra með manninum og á vígvellinum. Þeir voru
menn óeigingjarnir og, þeim var það tilfinningamál að vera íslendingar.
Vér erum um margt á eftir nágrönnum vorum. Yfir stendur nú með
oss sú barátta, er þeir háðu fyrir áratugum og fékk þjóðmenningu þeirra
til að riða, þótt eigi væri til falls. í því ölduróti, er ávallt fylgir gjörbreyt-
ingu atvinnu- og lifnað'arhátta og gengið hefur yfir oss um hríð og mun
enn hærra rísa, hvað sem heimsfriðnum líður, verðum vér að hyggja að
grundvellinum, því bjargi, sem íslenzk eldsumbrot hafa myndað og veður-
farið mótað, en það er skapgerð vor og manndómur.
„Hrun menningar Kríteyinga til forna sannar“, hefur vitur maður sagt,
„að vatnssalerni og híbýlaprýði tryggir ekki neinni þjóð frelsi né framtíð“.
Margt í tækni nútímans segir sál mannsins stríð á hendur og verður hún
því að standa á gömlum merg.
I þeirri baráttu framtíðarinnar er og gott til þess að hugsa, „að enn er
vígljóst, sveinar!“ Það er bjart yfir landi voru og baráttu feðranna og heið-
ríkja norðursins liefur þrátt fyrir allt tekið sér bústað í hugum vomm og
skapi. Heitar lindir landsins, tungunnar, bókmenntanna og sögunnar gera
þetta land byggilegt Islendingum og fossar og sær syngja oss sigursöngva.
Einar Benediktsson dreymdi, að stúlka læsi ljóð' sín við lækjarnið. ís-
lenzkur æskulýður venur nú komur sínar um of í kvikmyndahúsin og jóðlar
erlenda jórturtuggu í stað þess að hyggja betur að bókmenntum vorum og
hugsa og tala á íslenzku, en setja ekki upp kindarhöfuð að útlendri sið-
venju, sem ágætum íslenzkum ungmennum sæmir ekki.
Fyrir norðan kirkjuna í Haukadal í Biskupstungum er Bergþórsleiði.
Þjóðsagan segir, að þar hvíli Bergþór í Bláfelli, og valdi hann sér þenna
legstað, því að hann vildi vera þar sem hann heyrði árnið og klukknahljóm.
Arniðinn gætum vér nefnt rödd landsins og klukknahljóminn rödd þjóðar-
innar, sem hefur verið kristin menningarþjóð um aldaraðir. Vér fáum ekki
skilið, hvað dautt tröllið hefur mátt tileinka sér af nið árinnar við túnið í
Ilaukadal né af rödd kirkjuklukknanna. En vér megum ímynda oss að
hvort tveggja hafi orkað mjög á svein einn ungan, Ara prest hinn fróða,
er nam í Haukadal þjóðleg og kirkjuleg fræði. Sú skynjun hans hefur bjarg-
að oss meir og dugað oss betur en allt annað á vegamótum þeim, er þjóðin
var stödd á hverju sinni, er gera varð upp, hvort heillavænlegri væri, inn-
lenda eða erlenda stefnan, og hafði Ari tekið af skarið, fyrir áhrifin frá
Haukadal fyrst og fremst, með því að rita á íslenzka tungu. í þau fótspor
ber oss að feta og hvað mest nú.
Það er stundum sagt, að listamenn og aðrir afburðamenn séu við-
kvæmir fyrir lofi og lasti og það um of. Hið fyrra er rétt og er ekki sprottið
af hégómaskap. Meðalmennskunni er það eiginlegt, að líta á stundarhag-
inn og ytri árangurinn. Sá, sem það gerir, getur oft, og sérstaldega þegar
vel árar, látið sér lof og last í léttu rúmi liggja. Þegar nóg er um skiprúm,