Helgafell - 01.10.1953, Blaðsíða 30

Helgafell - 01.10.1953, Blaðsíða 30
28 HELGAFELL sonar og Benedikts Sveinssonar, er völdu góðu baráttuna, þá er útheiinti að vígljóst væri hið' innra með manninum og á vígvellinum. Þeir voru menn óeigingjarnir og, þeim var það tilfinningamál að vera íslendingar. Vér erum um margt á eftir nágrönnum vorum. Yfir stendur nú með oss sú barátta, er þeir háðu fyrir áratugum og fékk þjóðmenningu þeirra til að riða, þótt eigi væri til falls. í því ölduróti, er ávallt fylgir gjörbreyt- ingu atvinnu- og lifnað'arhátta og gengið hefur yfir oss um hríð og mun enn hærra rísa, hvað sem heimsfriðnum líður, verðum vér að hyggja að grundvellinum, því bjargi, sem íslenzk eldsumbrot hafa myndað og veður- farið mótað, en það er skapgerð vor og manndómur. „Hrun menningar Kríteyinga til forna sannar“, hefur vitur maður sagt, „að vatnssalerni og híbýlaprýði tryggir ekki neinni þjóð frelsi né framtíð“. Margt í tækni nútímans segir sál mannsins stríð á hendur og verður hún því að standa á gömlum merg. I þeirri baráttu framtíðarinnar er og gott til þess að hugsa, „að enn er vígljóst, sveinar!“ Það er bjart yfir landi voru og baráttu feðranna og heið- ríkja norðursins liefur þrátt fyrir allt tekið sér bústað í hugum vomm og skapi. Heitar lindir landsins, tungunnar, bókmenntanna og sögunnar gera þetta land byggilegt Islendingum og fossar og sær syngja oss sigursöngva. Einar Benediktsson dreymdi, að stúlka læsi ljóð' sín við lækjarnið. ís- lenzkur æskulýður venur nú komur sínar um of í kvikmyndahúsin og jóðlar erlenda jórturtuggu í stað þess að hyggja betur að bókmenntum vorum og hugsa og tala á íslenzku, en setja ekki upp kindarhöfuð að útlendri sið- venju, sem ágætum íslenzkum ungmennum sæmir ekki. Fyrir norðan kirkjuna í Haukadal í Biskupstungum er Bergþórsleiði. Þjóðsagan segir, að þar hvíli Bergþór í Bláfelli, og valdi hann sér þenna legstað, því að hann vildi vera þar sem hann heyrði árnið og klukknahljóm. Arniðinn gætum vér nefnt rödd landsins og klukknahljóminn rödd þjóðar- innar, sem hefur verið kristin menningarþjóð um aldaraðir. Vér fáum ekki skilið, hvað dautt tröllið hefur mátt tileinka sér af nið árinnar við túnið í Ilaukadal né af rödd kirkjuklukknanna. En vér megum ímynda oss að hvort tveggja hafi orkað mjög á svein einn ungan, Ara prest hinn fróða, er nam í Haukadal þjóðleg og kirkjuleg fræði. Sú skynjun hans hefur bjarg- að oss meir og dugað oss betur en allt annað á vegamótum þeim, er þjóðin var stödd á hverju sinni, er gera varð upp, hvort heillavænlegri væri, inn- lenda eða erlenda stefnan, og hafði Ari tekið af skarið, fyrir áhrifin frá Haukadal fyrst og fremst, með því að rita á íslenzka tungu. í þau fótspor ber oss að feta og hvað mest nú. Það er stundum sagt, að listamenn og aðrir afburðamenn séu við- kvæmir fyrir lofi og lasti og það um of. Hið fyrra er rétt og er ekki sprottið af hégómaskap. Meðalmennskunni er það eiginlegt, að líta á stundarhag- inn og ytri árangurinn. Sá, sem það gerir, getur oft, og sérstaldega þegar vel árar, látið sér lof og last í léttu rúmi liggja. Þegar nóg er um skiprúm,
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Helgafell

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgafell
https://timarit.is/publication/1076

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.