Helgafell - 01.10.1953, Page 37

Helgafell - 01.10.1953, Page 37
STEPHAN G. STEPHANSSON 35 verða um þá, sem mjög eru líkir að skapsmunum og um leið skapríkir. Hér hefur móð'urmildi hinnar skapstilltu konu, sem „var góðlyndið sjálft“, eins og sonur hennar kemst að orði, mýkt á milli, svo að eigi yrði meiri bagi að. Þótt Stephan víki hvergi beinlínis að viðbúð sinni við foreldra sína í upp- vexti, kemur þetta samt óbeinlínis í Ijós í frásögn hans í ævisögubrotinu. Móðir hans kennir honum að lesa, svo að hann er læs á latneskt og gotneskt ietur og byrjaður að læra kverið áður hann væri 7 ára gamall. En þegar faðir hans vill fara að hlýða honum yfir, vefst drengnum tunga um tönn, eins og liann kynni ekkert, og yfirheyrslan endar með ströngum ávítum og hótun um að hlýða honum aldrei framar yfir. „Og efndi [hann] það vel, enda var það eina huggunin mín eftir það „bekkjarpróf“,“ segir Stephan sjálfur. En þótt Guðmundur Stefánsson væri ef til vill ekki nógu laginn og þolinmóður við kverkennsluna, hefur sonur hans margt af honum lært og frá honum erft, eigi aðeins vinnukergjuna og ósérhlífni þá, er jafnan fylgdi honum, heldur líka hvassa greind og orðheppni í tilsvörum, sem hann dáði mjög og tamdi sér sjálfur. Víst er það, að sterk voru þau bönd, sem tengdu Stephan við foreldra sína, því þótt þau ætti löngum í vök að verjast við hrakninga hér heima og svo landflótta og síðan langa leit að geðfelldu heimkynni í nýrri heimsálfu, skildu þau aldrei samvistir meðan þau lifðu. Þau Guðmundur og Guðbjörg giftust haustið 1850. Voru þau þá bæði vinnuhjú á Grófargili í Seyluhreppi, hún 21 árs en hann 32 ára. Vorið eftir fhittust þau að Reykjarhóli og talin búandi þar, víst í skjóli Hannesar hónda Þorvaldssonar, föður Guðbjargar. Þar dvöldust þau eitt ár. Vorið 1850 fluttust þau að Kirkjuhóli, og þar fæddist Stephan sonur þeirra hálfu öðru ári síðar, sem fyrr var getið. Á Kirkjuhóli bjuggu þau til vorsins 1860, en þann vetur fæddist síðara barn þeirra, Sigurlaug Einara. Vorið 1860 brugðu þau búi og fluttust að Mælifellsá. Gerðist Guðmundur þar vinnu- ^iaður, en Guðbjörg var þar með börnin í skjóli hans. Vafalaust voru þau Guðmundur og Guðbjörg lítt efnum búin, er þau hófu búskapinn, fyrst á Reykjarhóli, í eins konar húsmennsku, og síðar á Kirkjuhóli. Þótt Guðmundur væri kominn yfir þrítugt, mun aflafé hans að líkindum hafa hrokkið skammt til búreisnar, svo vel væri lífvænlegt, en konan ung og mun ekki hafa fært honum mikið fé í hendur. Víst er um það, að hagur þeirra var jafnan þröngur. Þrátt fyrir hagvirkni húsfreyj- l]nnar og vinnusemi og ríka sjálfsbjargarhvöt húsbóndans, urðu örlög þeirra aljekk því sem þá gerðist og svo fyrr og síðar um mikinn fjölda bændafólks, sein hasla varð fyrir sér við lítinn bústofn og lélegt jarðnæði. Um það bil ‘sem þau hófu búskapinn á Kirkjuhóli, mátti kalla vel ært í landi og oft góðæri fram til 1858. En úr því breyttist árferði mjög til hins verra. Bún- •‘ði manna hrakaði þá brátt sökum grasbrests og harðinda, og kom þetta e ki sízt niður á þeim, sem bjuggu við litla landskosti. Bóndinn á Kirkju- hóli °S síðar í Víðimýrarseli fékk ótæpt á þessu að kenna. Á kotum þess- Um> þar sem að vísu naut fegurðar héraðsins í ríkum mæli, en því minna ai hostum þess, sleit Guðmundur Stefánsson kröftum sínmn, áhuga og
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Helgafell

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Helgafell
https://timarit.is/publication/1076

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.