Helgafell - 01.10.1953, Blaðsíða 38
36
HELGAFELL
lífsþrótti, við óvæga og tvísýna baráttu fyrir heimili sínu. Eigi er ljóst,
livað því olli, að hann brá búi á Kirkjuhóli vorið 1860, en ætla má, að
hann hafi verið einn í hópi þeirra bænda, sem fellivorið mikla 1859 lamaði
fjárhagslega, svo að hann sæi sitt óvænna að haldast þarna við, þótt heimil-
ið mætti reyndar ekki þungt kalla. Ekki hefur þeim hjónum fallið til
lengdar að vera annarra hjú og handbendi, og hefja þau því búskap í Víði-
mýrarseli eftir tvö ár. TJm dvöl þeirra þar er fátt kunnugt, en ætla má, að
hagur þeirra þar hafi öllu þrengri verið en á Kirkjuhóli áður. Kirkjuhóll
var að nafninu til sjálfstætt býli, 10 hdr. að gömlu mati, en Selið mátti í
hæsta lagi kalla hjáleigu frá Víðimýri, og mun oftar óbyggt verið hafa en
byggt. Þarna óx Stephan upp frá 9 ára aldri, og við Selið eru flestar æsku-
minningar hans tengdar.
Á þessum árum (1861—76) bjó á Víðimýri Jón Árnason, maður skáld-
mæltur vel, greiðamaður mikill og höfðingi í lund, vinveittur og vinmargur,
gleðimaður mikill og vel að sér um flesta hluti. Með'al barna hans var Sig-
urður. Batt Stephan við hann náið vinfengi, er hélzt vel meðan þeir lifðu,
en Sigurður fluttist. vestur litlu síðar en Stephan og bjuggu þeir löngum
í nágrenni. Víðimýrarheimilið varð Stephani efalaust hinn mesti griða-
staður. Þar átti hann að mæta fjörugu og frjálslegu heimilislífi, er dauft
gerðist heima fyrir. Þar var bókakostur nógur, eftir því sem þá gerðist, og
var elcki minnst um það vert, því drengurinn var sólginn í bækur. Mun
ekki ofsagt, að hann hafi alla ævi búið að því, sem hann las í æsku sinni,
heima og í hjásetu úti á víðavangi, eftir því sem færi gafst. Að þessu víkur
hann hvað eftir annað í kvæðum sínum, t. d. Hnjúkurinn (Víðimýrarhnjúk-
ur), í vísum til Sigurðar frá Víðimýri og í ýmsum kvæðum, þar sem hann
minnist smalans og smalamennskunnar. IJtivistin og einveran í skauti nátt-
úrunnar var alla ævi mesta yndi lians, en þeim unaði kynntist hann snemma
og mest og ógleymanlegast á þessum árum. Móðir hans, hin fagur-skyggna
kona, kenndi honum fyrst að skilja og meta fegurð náttúrunnar, fegurð
Iífsins, sem er öllum auði dýrmætari og raunar óþrotleg. Grasaferðin, sem
Stephan minnist í hinu yndislega kvæði, er hann orti eftir móður sína dána,
var efalaust farin í fyllstu lífsnauðsyn, er sneyðast tók um aðra lífsbjörg
í Selinu. Fjallagrösin hafa fyrr og síðar orðið Islendingum réttnefnd lífgrös.
Fátækt og skortur er þung byrði, en þá fyrst verður hún óbærileg, er hún
leggst á huga manns með' þeim ofurþunga, að honum hverfur allt nema sjáll
eymdin. Revndar getur auðsæld leikið manninn jafngrálega á sinn hátt,
og eru þess nóg dæmi. En mæðginin frá Seli kunnu þá list, að láta ekki
bazlið smækka sig. Þess vegna verður grasaferðin, þessi hungurganga
ótaklra íslenzkra kynslóða, ógleymanleg skemmtiför inn í ríki fegurðar og
unaðar, uppspretta lífsnautnar og lífsfyllingar, kostulegri og dýrmætari en
keypt verð'i við nokkru gjaldi.
Þá var líka þér við hlið
ungur fótur fær og léttur,