Helgafell - 01.10.1953, Qupperneq 42

Helgafell - 01.10.1953, Qupperneq 42
40 HELGAFELL gerðist vinnumaður og móðir hans húskona hjá ókunnugu fólki. Stephan minnist hvergi á vist sína á Mælifellsá, en sú þögn talar líka sínu máli. Sjö ára gamall drengur, þvílíkum gáfum og þroska gæddur og Steplian var, hefur víslega gert sér nokkuð' ljósa grein fyrir öllu, sem þessari ráðbreytni olli. Slík raun er til þess fallin að setja skil milli bernsku og unglingsára, og hér verða þau skil í fyrra lagi. Hér byrjar lífsraun hins unga skálds. Hann er þá fyrir nokkru orðinn læs og „keyrður ofan í kver“, svo sem þá var títt um þroskuð börn. Og sjálfsagt er hann nú þegar farinn að velta fyrir sér gáturn mannlífsins, sem eru langtum flóknari en leyndardómar náttúr- unnar, sem barnshugurinn hafði áður glímt við. Þeir áttu það til að opin- berast manni í hugljómun, ofar öllum útskýringum, eða fullorð'na fólkið kunni á þeim viðunanleg skil. En mannlífinu fylgir endalaus dul. Mótsagnir og flækjur loða við flest, sem sagt er um það. Heimur fullorðna fólksins er eins og myrkviður með endalausum krókaleiðum. Nakinn kom ég í þennan heim og nakinn mun ég héðan fara. Þetta stóð í grútarbiblíunni, sem Stephan las þrisvar sinnum sama veturinn, er hann var í mestu bókahraki. En hvað svo? Líf oss setti á sömu skör — » dauðinn eins, er endar fjör. Um þetta var ekki unnt að villast. En á milli þessara tveggja skauta, upphafs og endis, átti lífið engan jöfnuð að' bjóða, hvernig sem á því gat staðið. Eitt varð honum fljótlega ljóst, það, að þrám og vonum sjálfs hans voru rammar skorður reistar, að foreldrar hans voru umkomulitlir fátæk- Iingar og þeim og honum lokaðar leiðir, sem öðrum voru þó færar. Efa- laust átti hann sér einhvern veg gegnum myrkviðinn mikla, eins og allir aðrir, en valið sér hann sjálfur gat hann ekki, ekki enn, hvað sem síðar kynni að takast. Ekkert er eins viðkvæmt, ekkert eins sárt og hugur unglingsins, sem hvarflar ráðvilltur milli draums og veruleika, milli áforms og uppgjafar, vonar og kvíða, milli djúprar gleði og nagandi hryggðar. Fásinni á litlum bæ uppi við heiðar og fjöll er til þess fallið að ala á þessum andstæðum sálarlífsins. Náttúran ein veitir fró og hvíld frá hinni óþrotlegu glímu ung- lingsins við guð í sínum eigin barmi. Þessu næst verða bækurnar. Þær verða íijótlega annar mesti unaður drengsins. Hann les allt sem hann getur náð til , sumt oft, þegar hart er um bókakostinn. Veturinn, sem liann les bíblíuna sína þrisvar sinnum, hefur áreiðanlega verið harður með afbrigðum, en upp frá því veit hann líklega betri skil á bók bókanna en flestir menn aðrir, því bóklesturinn er honum ekki aðeins dægradvöl, heldur nám. Hver ný bók, sem hann fær spurnir af, vekur honum þreyjulausa eftirvæntingu. Allt verður hann að fá að láni hjá öðrum. En honum verður vel til vina í bóka- leit sinni. Bækur eru að vísu fágætar. Þeir, sem þær eiga, elska þær og varðveita af kostgæfni. En hver fær staðizt feimnislega bæn þessa pilts um bókarlán, skræðu eftir Bólu-Hjáhnar eð'a Gísla gamla IConráðsson,
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116

x

Helgafell

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgafell
https://timarit.is/publication/1076

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.