Helgafell - 01.10.1953, Qupperneq 43
STEPHAN G. STEPHANSSON
41
fornaldarsÖgur, íslendingasögur, eða jafnvel hinn mikla dýrgrip, Árbæk-
urnar, þegar þeirri bæn fylgir tillit blágrárra augna, djúpra og tærra og
betur talandi en allt, sem mál er gefið? Ekki skáldið' Jón Árnason á Víði-
niyri og ekki öðlingurinn Egill Gottskálksson á Skarðsá. Líklega enginn.
Lessar bækur, rímur, fornsögur, þjóðsögur og ljóðabækur, auk alls annars
lesmáls, sem til fellst, varð honum annar heimur, misjafnlega geðfelldur
°g þó ekki mjög fjölbreyttur. Samt var hér lögð traust undirstaða að mennt-
uu manns, sem aldrei naut teljandi tilsagnar og varð þó einn hinn gagn-
uienntaðasti maður síns tíma.
Félagsskapur bókanna er auðvitað ekki einhlýtur. Fara má nærri um
þuð, að maðurinn, ekki eldri, þarfnast gleðskapar og samneytis við fólk
a sínu reki. Áður var minnzt á Víðimýrarheimilið og Sigurð Jónsson. Fleiri
inda kunningjarnir orðið því sveitin var fjölmenn og byggðin þétt, eftir því
seni gerist. Margt hefur nú brallað verið í þá daga! Þess minnist Stephan
löngu síðar í kvæði til Sigurðar frá Víðimýri og hefur enn gaman af:
Ég enn man þau hátíðahöldin
og allan þann hlæjandi hátíðabrag
og hoppið og skoppið þann guðslangan dag
og leikinn við Ijósin um kvöldin.
Að fleygjast á slriðum af fellunum,
að fljúga á skautum á svellunum,
á „bogum“ að hendast af hengjunum,
að hleypa eftir velli og engjunum,
að eltast á kveldin af „kellunum“
og hvekkja þær sífellt með brellunum,
sem fastlega hétu að flengja ’onum,
sem fyrstum þær næðu af drengjunum.
Fjör og <ærsl og leikir ótaldra kynslóða íslenzkra barna og unglinga
olær við' okkur í þessum línum. Leikföngin fábreytt, en yndi slíkra stunda
lr>iðast ekki við það, heldur hitt, að minning þeirra varir ævilangt. Þeim,
sein þetta ritar, er því miður ekki kunnugt um sveitarbrag í Seyluhreppi
f.Vrir 80—90 árum síðan. En víst er, að drengimir þar hafa fleira gert en
^rslast og stríða hinu ráðsettara kvenfólki á bænum og ónáða það við störf
Sin- Stephan getur þess, að skrifuð blöð hafi gengið milli hans og kunningja
baus tveggja, er voru á líku reki og þó tveim árum eldri. Sjálfur gaf hann
l,t Dalbúann, Sigurður á Víðirnýri Vestanfara og Indrði Einarsson, síðar
skrifstofustjóri, Júlíus Sesar. Gaman væri að vita, livað þessum ungu rit-
rijórum lá á hjarta. Nöfnin ein eru betri en ekki. Haustið 1866 fór Indriði
1 sbóla, svo ætla má, að þetta hafi gerzt í síðasta lagi veturinn 1865—1866.
f'á var Stephan 12 ára. Margur góður rithöfundur á íslandi hefur byrjað
feril sinn með því að rita eitthvað í sveitarblað. Slíkt er mikil reynsla og